Málþing: Karlmenn og krabbamein

  • 14.3.2019, 16:00 - 18:00, Menningarhúsið HOF

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis býður til málþings undir yfirskriftinni: Karlmenn
og krabbamein. Markmið málþingsins er að fræða karlmenn um algeng einkenni
krabbameina og er hluti af vitundarvakningu um krabbamein hjá karlmönnum.

Dagskrá

  • Karlakór Akureyrar – Geysir.
  • Opnunarávarp - Starfsmenn KAON.
  • Krabbamein í karlmönnum, einkenni - Eiríkur Jónsson, þvagfæraskurðlæknir.
  • Reynslusaga - Ingimar Jónsson.
  • Breytingar á sjálfsmynd karlmanna í veikindum - Dr. Ásgeir R. Helgason, dósent í sálfræði og sérfræðingur hjá KÍ.
  • Karlaklefinn - Guðmundur Pálsson, vefstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
  • Fyrirspurnir og umræður.
  • Karlakór Akureyrar – Geysir.

Fundarstjóri: Friðbjörn Reynir Sigurðsson, Lyf- og krabbameinslæknir.

Ljósmyndasýningin Meiri Menn, sem unnin var í tengslum við Mottumars, verður til sýnis í Hofi.

Vinnustaðir og vinahópar eru hvattir til að skrá sína menn og fjölmenna!


Var efnið hjálplegt?