Málþing í tilefni Alþjóðadags krabbameinsrannsókna

 • 21.9.2022, 17:30 - 20:00, Veröld - hús Vigdísar

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

Dagskrá:

 • Setning - Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
 • Laufey Tryggvadóttir - Nýgengi krabbameina í Reykjanesbæ.
 • Valgerður J. Hjaltalín - Sjálfsát í krabbameinum: Greining á spendýrasértæku hlutverki ATG7.
 • Álfheiður Haraldsdóttir - Brjóstakrabbamein á Íslandi árin 2000 – 2020: Samanburður á gæðum skimunar og meinafræðilegum forspárþáttum milli kvenna á aldrinum 40 – 49 ára og 50 – 69 ára.
 • Berglind Ósk Einarsdóttir - Hlutverk MITF í ónæmisforðun sortuæxla.
 • Hrefna Stefánsdóttir - Faraldsfræði krabbameina og þátttaka í skimun meðal kvenkyns innflytjenda á Norðurlöndum.
 • Stefán Sigurðsson - Stökkbreytingar og sviperfðabreytingar í eggjastokkakrabbameini á Íslandi.
 • Ásta B. Pétursdóttir - Aðlögun einstaklinga með krabbamein og fjölskyldna þeirra að krabbameins[1]sjúkdómi: Langtímarannsókn.
 • Stamatia-Maria Rapti - BLIMP1 mediated Cell Cycle Control in Waldenström Macroglobulinaemia.
 • Hafsteinn Örn Guðjónsson - Greining, uppvinnsla og meðferð við krabbameini í blöðruhálskirtli á Íslandi.
 • Jón Þórir Óskarsson - Notagildi frumuflæðisjárrannsókna í eftirfylgni einstaklinga með forstig mergæxlis.
 • Rannís: Helga Snævarr Kristjánsdóttir - Áherslur á fjármögnun krabbameinsrannsókna innan Horizon Europe (Cancer mission).
 • Lokaorð - Ragnheiður Haraldsdóttir, formaður Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins.

Fundarstjóri: Gunnhildur Ásta Traustadóttir, formaður Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi (SKÍ).

Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna gefur okkur tækifæri til að fræðast um krabbameinsrannsóknir og gleðjast yfir þeim framförum sem hafa átt sér stað fyrir tilstilli þeirra. Dagurinn er líka gott tækifæri til að undirstrika mikilvægi rannsóknanna, vísindamannanna sem stunda þær og styrktaraðila.


Var efnið hjálplegt?