Stuðningshópur: Makamissir hópur III

  • 21.1.2021, 13:00 - 14:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 28.1.2021, 13:00 - 14:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 4.2.2021, 13:00 - 14:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 11.2.2021, 13:00 - 14:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 18.2.2021, 13:00 - 14:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8
  • 25.2.2021, 13:00 - 14:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Að missa maka er mikið áfall. Þá um leið missum við góðan vin, elskhuga, barnsföður/móður, lífsförunaut og sálufélaga. Makamissir er með álagsmestu lífsreynslu sem þekkt er. Eftirlifandi maki þarf að takast á við miklar breytingar og aðlagast lífi á mjög breyttum forsendum.

Fagleg aðstoð, fjölskyldan, vinir og – kannski einna mikilvægast – einstaklingar í svipaðri stöðu eru flestum besta hjálpin.

Ráðgjafarþjónustan í samstarfi við Sorgarmiðstöð býður upp á stuðningshópa fyrir ekkjur og ekkla sem hafa orðið fyrir makamissi.

Hópastarfið hefst 21. janúar og er vikulega í sex skipti á fimmtudögum kl. 13:00 - 14:30. Það kostar ekkert að koma í hópastarf en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja þátttöku.

  • Hægt er að fá nánari upplsýngar og aðstoð við að skrá sig í hópinn með því að senda póst á radgjof@krabb.is eða hafa samband í síma 800 4040.

Var efnið hjálplegt?