Ljósmyndasýning: Of ung fyrir krabbamein?

  • 24.9.2022, 13:00 - 17:00, Reyðarfirði

Krabbameinsfélag Austfjarða og Brakkasamtökin bjóða þér á ljósmyndasýninguna: Of ung fyrir krabbamein? Saga Sóleyjar eftir Þórdísi Erlu Ágústsdóttur.

24. september 13:00-17:00. Í húsi Krabbameinsfélags Austfjarða að Sjávargötu 1, Reyðarfirði.

Dagskrá:

Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi heldur erindið “Ekki bara BRCA” þar sem hún ræðir um bæði BRCA og aðrar erfðabreytingar. Að loknu erindi býður hún upp á erfðaráðgjöf fyrir einstaklinga.

Hrefna Eyþórsdóttir gjaldkeri Brakkasamtakanna, ræðir um BRCA, Brakkasamtökin og lífið með BRCA.

Þórdís Erla Ágústsdóttir ljósmyndari opnar sýninguna og býður upp á leiðsögn.

Hægt verður að fylgjast með viðburðinum í gegnum streymi og fyrirlestrarnir munu verða aðgengilegir á heimasíðu Brakkasamtakanna.

Brakkasamtökin eru stolt af því að ljósmyndasýningin Of ung fyrir krabbamein? – Saga Sóleyjar heldur áfram ferð sinni um Ísland. Fyrstu viðkomustaðir voru Reykjavík og Vestmannaeyjar. Núna á laugardaginn opnar sýningin fyrir austan, á Reyðarfirði og á Akureyri í október.

Ljósmyndirnar eru eftir Þórdísi Erlu Ágústsdóttur sem fylgdi Sóleyju eftir í nokkra mánuði. Markmiðið með ljósmyndasýningunni og fræðslufundum í tengslum við hana er að miðla upplýsingum um meinvaldandi erfðabreytingar og arfgeng krabbamein. Vísindum og þekkingu á erfðabreytingum fer sífellt fram og vitað er um meinvaldandi erfðabreytingar í ákveðnum fjölskyldum á Íslandi. Sumar af þessum fjölskyldum eru að austan og það er von Brakkasamtakanna að þær geti nýtt sér þessa fræðslu og erfðaráðgjöfina sem verður í boði á staðnum. Hvort sem þeir vita að þeir séu arfberar nú þegar eða ekki. Með þekkingunni fá arfberar val(d) til að bregðast við og nýta þá valmöguleika sem eru í boði varðandi eftirlit og/eða áhættuminnkandi aðgerðir og fá viðeigandi stuðning. Allir velkomnir hvernig svo sem þeir tengjast málefninu. 

Ljosmyndasyning


Var efnið hjálplegt?