Kraftur: Kröftug strákastund á Kex

  • 29.3.2023, 19:30 - 22:00, Kraftur - Félag ungs fólks með krabbamein


Kraftur - félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur stendur fyrir kröftugri strákastund.

Ert þú karlmaður og hefur greinst með krabbamein eða ert aðstandandi? Viltu heyra í jafningjum sem gengið hafa í gegnum svipaða reynslu? Þá mælum við eindregið með því að þú komir á Kex hostel miðvikudagskvöldið 29. mars klukkan 19:30.

Við strákarnir í Krafti ætlum að hittast og eiga saman skemmtilega stund í tilefni af Mottumars. Vertu með okkur og hlustaðu á jafningja sem skilja þig.

Reynsluboltar koma og segja frá:

  • Gunnar Ingi Jones, greindist með lipoma sarcoma árið 2020 og ætlar að ræða upplifun sína af því.
  • Steinar B. Aðalbjörnsson, mun segja frá sinni reynslu af því að greinast með krabbamein í eista.
  • Atli Viðar Þorsteinsson, deilir reynslu sinni af því að vera maki konu sem greinist með krabbamein og að missa bróður sinn úr krabbameini.
  • Rischard O Brian, deilir reynslu sinni af því að vera maki konu sem greindist með krabbamein.

Sveinn Waage byrjar kvöldið og ætlar að fara aðeins yfir það hvernig húmor virkar.

Matti Osvald Stefánsson, heilsufræðingur og markþjálfi Ljóssins og Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur Krafts og Krabbameinsfélagsins, munu leiða þessa kraftmiklu strákastund.

Það verður tilboð á veitingastaðnum á Kex fyrir stráka sem mæta á svæðið.

Við mælum með að þú komir á þessa snilldar strákastund – taktu endilega með þér vin því við getum ábyggilega allir speglað okkur í einhverjum af þeim reynsluboltum sem munu stíga fram og segja frá sinni reynslu. Það getur verið gott að heyra hvernig aðrir hafa tæklað hlutina.

Endilega meldið ykkur á viðburðinn hér til að við getum áttað okkur á fjölda.

Þetta getur bara ekki klikkað!

Sjáumst á Strákastundinni!

Nánari upplýsingar hér.


Var efnið hjálplegt?