Krabbameinsfélagið tekur þátt í sýningunni Fit & Run í Laugardalshöll

  • 19.8.2022, 14:00 - 19:00, Laugardalshöll

Reykjavíkurmaraþonið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Þátttakendur geta valið um fjórar vegalengdir og gefst hlaupurum kostur á að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands og styðja þannig við starf félagsins. Hægt er að skrá sig í Reykjarvíkurmaraþonið hér.

Samhliða skráningarhátíð Reykjavíkurmaraþonsins Íslandsbanka fer fram sýningunni Fit & Run í Laugardalshöllinni, og tekur Krabbameinsfélag Íslands að vanda þátt í sýningunni. Sýningin er opin fimmtudaginn 18. ágúst kl. 15:00 - 20:00 og föstudaginn 19. ágúst 14:00 - 19:00. Öll velkomin og frítt inn.

Krabbameinsfélag Íslands verður í bás T-5 hlökkum til að sjá ykkur öll og hvetjum við þá hlaupara sem hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið að kíkja við og sækja til okkar bol sem þakklætisvott frá félaginu fyrir stuðninginn.

Hægt verður að nálgast "klöppur" í básnum okkar til að nota til að hvetja hlauparanna áfram. 
Var efnið hjálplegt?