Karlarnir og kúlurnar - Golf í Bakkakoti

  • 6.9.2022, 9:30 - 14:00, Bakkakot, Mosfellsdal

Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Framför og Krafts þar sem körlum sem fengið hafa krabbamein er gefið tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna í fallegu umhverfi, njóta samvista við golffélaga, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni.

Leikið verður að Bakkakoti í Mosfellsbæ þriðjudaginn 6. september. Mæting kl. 09:30.
Jón Karlsson PGA golfkennari mun leiðbeina þátttakendum um réttu golfsveifluna áður en haldið er út á golfvöll (9 holur). Leikið verður þriggja manna Texas Scramble.

Tólf menn fá tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni sér að kostnaðarlausu.
Boðið verður upp á léttar veitingar eftir hringinn.

 


Var efnið hjálplegt?