Hvíldarhelgi á Eiðum

  • 30.8.2019 - 1.9.2019, Eiðar

Krabbameinsfélag Austfjarða og Krabbameinsfélag Austurlands bjóða krabbameinsgreindum og aðstandendum þeirra að Eiðum helgina 30. ágúst - 1. september 2019.

Boðið verður meðal annars upp á kyrrðarstund, hreyfingu í fögru umhverfi o.fl. Nánar auglýst síðar.

Dvölin er þátttakendum að kostnaðarlausu, þurfa einungis að koma sér á staðinn fyrir kvöldmat föstudaginn 30. ágúst og dvöl lýkur eftir hádegismat sunnudaginn 1. september. Boðist er til að sækja og keyra á flugvöllinn á Egilsstöðum.

Nánari upplýsingar og skráning á kraus@simnet.is eða í síma 863 0475 .

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl.9-18 og föstudaga kl.9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?