Hvíldardvöl að Löngumýri fyrir krabbameinsgreinda 31. júlí - 5. ágúst

  • 31.7.2016

Upphaflega er um að ræða samstarfsverfefni Fræðsluseturs kirkjunnar á Löngumýri og Krabbameinsfélags Skagafjarðar.

Á liðnum árum hefur stór hópur nýtt sér þennan möguleika og má sérstaklega geta félaga úr Styrk og Stómasamtökunum. Dagskráin er hefðbundin frá ári til árs og fyrst og fremst reynt að skapa rólegt umhverfi þar sem hægt er að safna kröftum án þess að hafa áhyggjur af daglegu amstri.

Staðsetningin er góð standi löngun til að skoða sig um og margt er í boði í Skagafirði og nágrenni. Farið er í gönguferðir og eina dagsferð um héraðið. Fyrirlestrar, kvöldvökur og skemmtun eru hluti af dvölinni að ógleymdum góðum mat sem starfsfólkið í eldhúsinu töfrar fram.

Engin kvöð er á þátttöku í dagskrá og fólki frjálst að sinna sínum hugarefnum á meðan dvölinni stendur.

Komið að Löngumýri síðdegis á sunnudeginum 31. júlí og farið um hádegi á föstudeginum 5. ágúst.

Kostnaður við dvölina, gistingu og fæði er 10.000 kr. á mann á sólahring. Ferðir að og frá Löngumýri og dagsferðin eru ekki innifaldar. Á liðnu ári tókst að niðurgreiða um 10.000 kr. á mann en ekki liggur fyrir hvort fjármagn fæst í ár.

Nánari upplýsingar og skráning eru í síma 896 5808 (Steinunn) og 453 8116 (Gunnar) (netfang: langamyri@kirkjan.is ).

_8100222


Var efnið hjálplegt?