Vefnámskeið: Hugræn atferlismeðferð (HAM) við svefntruflunum (6 vikur)

  • 28.4.2020, Vefnámskeið

Átt þú erfitt með að festa svefn á kvöldin? Vaknar upp á nóttunni og átt erfitt með að sofna á ný? Notar svefnlyf að staðaldri? Þá er þetta námskeið fyrir þig!

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins stendur fyrir vefnámskeiði í hugrænni atferlismeðferð við svefntruflunum í samstarfi við Erlu Björnsdóttur sálfræðing og fyrirtæki hennar „ Betri svefn“.

Námskeiðið er í sex vikur þar sem hver og einn fær einstaklingsmeðferð og tilheyrir lokuðum hóp á Facebook. Einnig verða fjarfundir með öllum hópnum einu sinni í viku. Auk þess munu þátttakendur hafa aðgang að leiðsögn Erlu í 12 vikur.

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 28. apríl og er ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendum.

  • Þátttakendur fá sendar nánari leiðbeiningar varðandi tilhögun námskeiðsins þegar nær dregur.
  • Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040. Þátttökugjald er 5000 kr.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14.
Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.


Var efnið hjálplegt?