HÆTTU NÚ ALVEG! Málþing um tóbaksvarnir

  • 14.3.2017, 13:00 - 16:00, Harpan, Kaldalón

Þriðjudaginn 14. mars næstkomandi stendur Embætti landlæknis ásamt Læknafélagi Íslands, Háskóla Íslands og Krabbameinsfélaginu fyrir málþingi um tóbaksvarnir sem ber yfirskriftina „Hættu nú alveg!"

Dagskrá:

  • 13:00 Setning. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra setur þingið.
  • 13:10 Skattlagning í þágu bættrar lýðheilsu. Ángel López, prófessor í hagfræði við Technical University of Cartagena (UPCT) á Spáni, fjallar um hvernig við getum notað skattlagningu til að bæta heilsu þjóðarinnar.
  • 13:50 Rafsígarettur – undur eða ógn? Charlotta H. Pisinger, vísindamaður við Research Centre for Prevention and Health í Kaupmannahöfn, fjallar um hvort rafsígarettur leiði til byltingar í samfélaginu og hvort ógn stafi af þeim.
  • 14:40 Fundarhlé. Veitingar í boði fyrir gesti.
  • 15:00 Kostnaður þjóðfélagsins af reykingum. Jónas Atli Gunnarsson kynnir fyrstu niðurstöður úr könnun Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.
  • 15:20 Pallborðsumræður. Guðmundur Þorgeirsson stjórnar umræðum. Ángel López, Charlotte Pisinger, Jónas Atli Gunnarsson og Birgir Jakobsson landlæknir svara spurningum úr sal.
  • 16:00 Dagskrárlok.

Fundarstjóri er Guðmundur Þorgeirsson, prófessor, sérfræðingur í hjartalækningum. Þingið fer að mestu fram á ensku.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Tilkynna þarf þátttöku með því að senda póst á krabb@krabb.is í síðasta lagi 13. mars.


Var efnið hjálplegt?