Hádegisfyrirlestur: Sykur og reykingar - má líkja þessu tvennu saman?

  • 22.3.2017, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 22. mars 2017 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Laufey Steingrímsdóttir næringar- og lífeðlisfræðingur mun í erindi sínu fjalla um áhrif sykurs á líkamann, hvar sykurinn leynist í matnum okkar og hvers vegna gangi oft erfiðlega að hemja sykurneysluna.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og smjör frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9:00-16:00, fimmtudaga kl. 9:00-18:00 og föstudaga kl. 9:00-14:00. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00.


Var efnið hjálplegt?