Hádegisfyrirlestur: Snýst hamingja um það að vera alltaf kátur?

  • 12.10.2016, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 12. október 2016 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Helga Arnardóttir MSc í félags- og heilsusálfræði fjallar um andlega vellíðan og gagnreyndar leiðir til þess að hlúa að henni.  Helga hefur einnig hannað nýtt hamingjuapp sem byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og er appið notendum að kostnaðarlausu.

Boðið verður upp á ilmandi kaffi og brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ og smjör og ost frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið virka daga kl. 9-16.Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?