Hádegisfyrirlestur: Kryddjurtir

  • 16.5.2018, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 16. maí 2018 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Auður Rafnsdóttir, höfundur bókarinnar “Kryddjurtarækt fyrir byrjendur” mun koma í heimsókn og fjalla um undirstöðuatriði fyrir kryddjurtaræktun. Hvað ber að varast og hvernig búa má til sínar eigin ilmolíur úr kryddjurtum.  Allir velkomnir.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og viðbit frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið virka daga kl. 9-16.

Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?