Hádegisfyrirlestur: Hreyfing og andleg líðan 23. nóvember

  • 23.11.2016, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 23. nóvember 2016 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar. Kristín Birna Ólafsdóttir íþróttafræðingur á geðsviði LSH fjallar um áhrif hreyfingar gegn þunglyndi og kvíða.  Af hverju er mikilvægt að setja hreyfingu inn í stundarskrána?

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, smjör og ost frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið virka daga kl. 9:00-16:00. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00.


Var efnið hjálplegt?