Hádegisfyrirlestur: Fysio Flow (hreyfiflæði)

  • 15.1.2020, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Heiðbjört Tíbrá Kjartansdóttir sjúkraþjálfari kynnir hugmyndafræði Fysio flow þar sem áhersla er lögð á að hreyfa bandvefi líkamans með rólegum teygjum og æfingum. Hentar meðal annars þeim sem glíma við verki, streitu og stífleika. Ef áhugi er fyrir hendi verður boðið upp á námskeið í kjölfarið.

Þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með beinni útsendingu í streymisveitu Krabbameinsfélagsins eða skoðað síðar.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og smjör/ost frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14.
Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?