Hádegisfyrirlestur: Að dreyma sig út úr erfiðleikum

  • 18.9.2019, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 18. september 2019 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Haraldur Erlendsson sérfræðingur í geðlækningum ræðir um tengsl drauma og andlegrar heilsu. Er hægt að dreyma sig út úr erfiðleikum?

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og smjör/ost frá Mjólkursamsölunni.

Þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með í streymisveitu Krabbameinsfélagsins eða horft á fyrirlesturinn þegar hentar.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.


Var efnið hjálplegt?