Hádegiserindi: Verkefni í þágu stómaþega í Zimbabwe og Zambíu

  • 13.2.2023, 11:30 - 13:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Lítil lönd og enn minni félög geta sannarlega skipt máli, líka í útlöndum.

Áhugaverð frásögn af tveimur verkefnum í þágu stómaþega í Zimbabwe og Zambíu. Stómaþegar í flestum löndum Afríku fá litla sem enga þjónustu frá heilbrigðiskerfinu þar sem þeir búa og sæta almennt miklum fordómum sem að miklu leyti má rekja til vanþekkingar á málefninu. Hræðsla spilar líka stórt hlutverk i þessu fordómum, sérstaklega í dreifbýli víða þar sem galdratrú getur verið viðvarandi og haft mikil áhrif. Þessu verkefni var ætlað að berjast gegn þessu öllu og bæta lífsgæði stómaþega sem víðast í álfunni.

Erindið verður í húsnæði Krabbameinsfélagsins þann 13. febrúar kl. 11:30 - 13:00.
Öll velkomin - aðgangur ókeypis. Léttar veitingar í boði.

  • Erindið flytur Jón Þorkelsson, formaður Stómasamtakanna.

Ferðin til Zimbabwe var farin haustið 2019 og til Zambíu haustið 2022. Verkefnin voru fjármögnum af utanríkisráðuneytinu (80%) og af Stómasamtökunum (20%). Formaður Stómasamtakana Jón Þorkelsson fór í ferðirnar sem forseti Evrópusamtaka stómaþega (European Ostomy Association - EOA).


Var efnið hjálplegt?