Hádegis­fyrirlestur: Málað frá hjartanu

  • 20.2.2019, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 kl. 12:00-12:50 verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar.

Sólveig Katrín Jónsdóttir listmeðferðarfræðingur mun kynna listmeðferð sem leið til að tengjast innsæinu, vinna með tilfinningar og nálgast sinn innri styrk í gegnum myndmálið. Sköpunarferlið er leið sem hentar öllum og getur hjálpað í streituvaldandi aðstæðum, dýpkað tengslin við sitt innra sjálf og lært á myndmál þess.

Þeir sem ekki eiga heimangengt geta fylgst með beinni útsendingu frá fyrirlestrinum, eða horft á hann síðar, í streymisveitu Krabbameinsfélagsins .

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og smjör/ost frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 10-15.


Var efnið hjálplegt?