Hádegis­fyrir­lestur: Jakobs­vegur­inn - reynslu­saga

  • 21.11.2018, 12:00 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 21. nóvember verður hádegisfyrirlestur í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar kl. 12:00-12:50.

Ragnheiður Guðmundsdóttir greindist með krabbamein en lét það ekki aftra sér frá því að ganga Jakobsveginn sér til endurhæfingar.

Ragnheiður mun fjalla um gönguna og hvaða áhrif hún hafði á hana til heilsueflingar.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, te frá Tefélaginu og smjör/ost frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið mánudaga til miðvikudaga kl. 9-16, fimmtudaga kl. 9-18 og föstudaga kl. 9-14. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?