Golf: Karlarnir og kúlurnar

  • 8.9.2020, 9:30 - 14:00, Bakkakot, Mosfellsdal

 

Karlarnir og kúlurnar er verkefni á vegum Krabbameinsfélags Íslands, Góðra hálsa, Frískra manna og Krafts þar sem körlum sem fengið hafa krabbamein er gefið tækifæri til að styrkja sig og leika sér með því að æfa golfsveifluna í fallegu umhverfi, njóta samvista við golffélaga, læra eitthvað nýtt og/eða viðhalda fyrri færni.

Leikið verður að Bakkakoti í Mosfellsbæ þriðjudaginn 8. september mæting kl. 09:30.

Jón Karlsson PGA golfkennari mun leiðbeina þátttakendum með réttu golfsveifluna áður en haldið er út á golfvöll (9 holur). Leikið verður þriggja manna Texas Scramble.

Tólf menn fá tækifæri til að taka þátt í þessu verkefni sér að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á léttar veitingar eftir hringinn.

Umsóknir þarf að senda til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins fyrir 2. september með tölvupósti á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.

Fyrstur kemur, fyrstur fær! Erum búin að panta gott veður


Var efnið hjálplegt?