Góðir hálsar - Þorrinn, trú, hjátrú og tilkoma þorrablóta

  • 7.3.2018, 17:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Góðir hálsar, stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, verða með mánaðarlegan rabbfund sinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8 í Reykjavík miðvikudaginn 7. mars kl. 17.00.  

Skúli Jón Sigurðarson ætlar að segja fundargestum frá Þorranum, um trú og hjátrú tengdum honum og um tilkomu þorrablóta.

Fundurinn er einkum ætlaður þeim sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendum þeirra. Kaffi verður á könnunni.


Var efnið hjálplegt?