Hádegisfyrirlestur: Geta vísindi og búddismi átt samleið?

  • 16.3.2016, 12:10 - 12:50, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Miðvikudaginn 16. mars 2016 kl. 12:10-12:50 verður hádegisfyrirlestur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins.

Laufey Tryggvadóttir framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár veltir því fyrir sér hvort vísindi og búddismi eigi samleið.  Einnig ræðir hún um rannsóknir á áhrifum hinna búddísku aðferða á starfsemi heilans og andlega vellíðan.

Boðið verður upp á ilmandi brauð frá Brauðhúsinu í Grímsbæ, og viðbit frá Mjólkursamsölunni.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið virka daga kl. 9-16. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13-15.


Var efnið hjálplegt?