Fræðslu­fundur Stóma­samtaka Íslands: Jákvæð líkams­ímynd

  • 6.2.2020, 20:00 - 22:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Fræðslufundur Stómasamtaka Íslands fimmtudaginn 6. febrúar 2020 kl. 20:00.

Erna Kristín Stefánsdóttir guðfræðingur fjallar um líkamsvirðingu, sjálfsmynd, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðari líkamsímynd.

Markmiðið er að gefa ykkur verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og læra að endurforrita á okkur hugann með breyttu viðhorfi til líkama okkar eins og hann lítur út, hér og nú.

Erna Kristín er 28 ára, móðir, guðfræðingur og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd. Erna gaf út bókina Fullkomlega ófullkomin árið 2018, en þetta er hvatningarbók með þá stefnu að fella niður óraunhæfar kröfur og taka skrefið í átt að líkamsvirðingu og sátt.

Bókin verður á staðnum og hægt að taka með sér eintak.

Fundurinn verður í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 1. hæð. 

Húsið opnar kl. 19.30. Kaffiveitingar og spjall.

Fjölmennið og takið með ykkur gesti.


Var efnið hjálplegt?