Fjarnámskeið: Núvitund og samkennd (Mindful self-compassion)

  • 4.11.2020, 10:00 - 11:30
  • 11.11.2020, 10:00 - 11:30
  • 18.11.2020, 10:00 - 11:30
  • 25.11.2020, 10:00 - 11:30
  • 2.12.2020, 10:00 - 11:30

Á námskeiðinu verða kenndar ýmsar grunnæfingar í núvitund og samkennd, auk fræðslu, umræðna og heimaverkefna. Við lærum að tileinka okkur leiðir til að sýna okkur meiri mildi og skilning þegar eitthvað bjátar á í stað gagnrýni.

Námskeiðið hefst 4. nóvember og er vikulega í fimm skipti á miðvikudögum kl. 10:00-11:30. Þátttökugjald er kr. 4000.

Með núvitund lærum við að vera meira meðvituð um það sem við finnum fyrir, öðlast meiri hugarró og njóta betur líðandi stundar. Samkenndin hjálpar okkur að sýna okkur góðvild og fylgja eftir því sem við þörfnumst þegar við mætum mótlæti í lífinu.

Leiðbeinandi er Margrét Bárðardóttir, klínískur sálfræðingur.

Ítarefni (bækur) sem leiðbeinandi mælir með, ekki nauðsynlegt:

 


Var efnið hjálplegt?