Erindi: Hvernig getur hugleiðsla gagnast börnum? (Streymi í boði)

  • 9.5.2023, 17:00 - 18:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Erindi fyrir foreldra um ávinning af hugleiðslu fyrir börn. Ávinningur hugleiðsluiðkunar er afar margþættur og getur hjálpað þeim sem hugleiðir að takast á við áskoranir lífsins af bjartsýni og innri styrk. Stefanía Ólafsdóttir sem er menntaður grunnskólakennari hefur sérhæft sig í að kenna börnum hugleiðslu og heldur úti vefsíðunni Heillastjarna.is þar sem er að finna yfir 150 leiddar hugleiðslur fyrir börn og unglinga. Það hefur löngu sýnt sig að hugleiðsla gagnast börnum ekki síður en fullorðnum og getur verið ómetanlegt veganesti út í lífið.

Í erindinu mun Stefanía fjalla um mismunandi leiðir fyrir foreldra til að kynna hugleiðslu fyrir börnunum sínum og geta þannig nýtt hana í daglegu lífi fyrir alla fjölskylduna. Í framhaldinu býðst þátttakendum að fá ókeypis mánaðaraðgang að Heillastjörnuefninu til að prófa með börnunum.


Var efnið hjálplegt?