Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar 8.-12. maí

  • 8.5.2017, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Mánudagur 8. maí

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingardeild Landspítala, Grensási. Skráning í s. 543 9319.

17:00-18:00 Styrkur: Opið hús. Velkomin. 

Þriðjudagur 9. maí

13:00-13:40 Tíbetskar öndunaræfingar. Leiðbeinandi: Dr. Sigurlína Davíðsdóttir.  Verið velkomin.

13:30-15:30 Hugræn atferlismeðferð (HAM). Leiðbeinandi: Gunnjóna Una félagsráðgjafi. 2/4

13:30-15:30 Að skrifa og skapa. Leiðbeinandi: Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafræðingur.

Miðvikudagur 10. maí

11:30-12:00 Hópslökun fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Verið velkomin. 

12:00-12:50 Hádegisfyrirlestur: Sumarblóm og ræktun. Guðríður (Gurrý) Helgadóttir garðyrkjufræðingur. 

13:00-13:30 Samtal um réttindi fólks með krabbamein. Allir velkomnir!

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingadeild Landspítala, Grensási (skráning í s. 543 9319).

Fimmtudagur 11. maí

13:00-15:00 Handavinnu- og bókakaffið. Láttu sjá þig. 

13:30-15:30 Að skrifa og skapa. Leiðbeinandi: Anna Heiða Pálsdóttir, bókmenntafræðingur.

16:00-17:00 Lungnahópurinn. Rabbfundur. 

16:30-17:30 Fyrirlestrarröð: Fjölskyldan og krabbamein. 

Föstudagur 12. maí

13:00-14:00 Viðtalstími hjúkrunarfræðings.

13:00-15:00 Hugræn atferlismeðferð (HAM). Námskeið. Leiðbeinandi: Gunnjóna Una félagsráðgjafi. 1/4.

Fyrirlestrarröð: Fjölskyldan og krabbamein


Fimmtudaginn 11. maí er þriðji dagurinn í röð fyrirlestra í boði Landspítala, Ráðgjafarþjónustu Krabbameinfélagsins og Rannsóknarstofnunar í barna- og fjölskylduvernd. Þessi fræðsla er liður í gæðaverkefni fyrir fjölskyldur þar sem foreldri hefur greinst með krabbamein.

Dagskrá fimmtudaginn 11. maí

Kl. 16:30 og 17:00 

Góð næring - bætt lífsgæði.
Rannveig Björnsdóttir, næringarfræðingur á Landspítalanum.

Sorgin, æskan og skólinn. 
Sigrún Þóroddsdóttir, hjúkrunarfræðingur. 

Allir velkomnir!

Hádegisfyrirlestur: Sumarblóm og ræktun

Miðvikudaginn 10. maí kl.12:00-12:50. 

Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur, mun fjalla um sumarblóm og ræktun í pottum og kerjum. Bjóðum sumarið velkomið með heimsókn frá Gurrý. 

Ilmandi brauð frá Brauðhúsinu Grímsbæ og viðbit frá Mjólkursamsölunni.  

Allir velkomnir.


Var efnið hjálplegt?