Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar 28. ágúst - 1. september

  • 28.8.2017, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Mánudagur 28. ágúst

9:00-16:00 Kraftur. Opin skrifstofa frá mánudegi til föstudags.

Þriðjudagur 29. ágúst

13:00-15:00 Viljum minna á símaráðgjöf okkar í síma 800 4040 alla virka daga.

Miðvikudagur 30. ágúst

11:30-12:00 Hópslökun fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Verið velkomin.

13:00-13:30 Samtal um réttindi fólks með krabbamein. Allir velkomnir.

Fimmtudagur 31. ágúst

13:00-15:00 Handavinnu- og bókakaffið. Láttu sjá þig.

Föstudagur 1. september

13:00-14:00 Viðtalstími sálfræðings.

Djúpslökun

Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur mun koma til  okkar í Ráðgjafarþjónustuna og leiða slökun.   

Lilja hefur í tvo áratugi veitt sjúklingum, aðstandendum  og starfsfólki á Landspítala háskólasjúkrahúsi slökunar- og dáleiðslumeðferð.   Hún er einnig höfundur tveggja slökunardiska. 

Allir velkomnir meðan húsrými leyfir, engin þörf á skráningu, mæta og njóta.  Ekkert þátttökugjald.

Minnisnámskeið 

Minnisnámskeið verður í húsnæði Ráðgjafarþjónustunnar. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa áhyggjur af minni sínu í kjölfar veikinda en einnig þeim sem vilja fræðast um einbeitingu og minni og læra að nýta sér mismunandi minnistækni. 

Mánudagana 18. og 25. september kl.14:00-15:15. 

Leiðbeinandi er Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur. 

Skráning radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040 . Ekkert þátttökugjald.


Var efnið hjálplegt?