Dagskrá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins 10.-14. október

  • 10.10.2016, 8:30 - 16:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Mánudagur 10. október

13:00-14:30 Velkomin í núið - frá streitu til sáttar. Námskeið. Leiðbeinandi: Margrét Bárðardóttir. 4/8

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingardeild Landspíala, Grensási. Skráning í síma 543 9319.

Þriðjudagur 11. október

11:30-12:00 Hópslökun fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Verið velkomin!

13:00-13:40 Tíbeskar öndunaræfingar. Leiðbeinandi: Dr. Sigurlína Davíðsdóttir. Verið velkomin!

13:30-15:30 Hugræn atferlismeðferð (HAM). Námskeið. Leiðbeinandi: Gunnjóna Una Guðmundsdóttir. 4/4

Miðvikudagur 12. október

12:00-12:50 Hádegisfyrirlestur. Snýst hamingjan um það að vera alltaf kátur? Helga Arnardóttir heilsusálfræðingur.

13:00-13:30 Samtal um réttindi fólks með krabbamein. Allir velkomnir!

13:00-15:00 Handavinnu-og bókakaffið. Láttu sjá þig!

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingardeild Landspíala, Grensási. Skráning í síma 543 9319.

Fimmtudagur 13. október

13:00-15:00 Styrkur. Viðtalstími. Sími 540 1911.

16:30-18:00 Núvitund fyrir ungmenni. Námskeið. Leiðbeinandi: Edda Margrét Guðmundsdóttir.2/4

17:00-18:00 Lungnahópurinn. Rabbfundur. Verið velkomin.

Föstudagur 14. október

10:00-11:30 Yin Yoga. Námskeið. Leiðbeinendur Lára G. Sigurðardóttir og Ólöf Jóhannsdóttir. 2/4

Bleiki dagurinn 14. október

Föstudagurinn 14. október er Bleiki dagurinn. Hvernig væri nú að skipuleggja sérstakt mömmukaffi í vinnunni eða heima fyrir og bjóða mæðrum okkar upp á ilmandi kaffi og eitthvað með því? Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins. Gerum það #fyrirmömmu

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag hvetjum við alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.

Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og mömmu, vinahópum og vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan #fyrirmömmu.

Kaffibollar

Njótum dagsins saman, sýnum mömmum okkar þakklæti og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.


Var efnið hjálplegt?