Dagskrá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins 12.-16. september

  • 12.9.2016, 8:00 - 16:00, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Mánudagur 12. september

10:00-15:00 Karlarnir og kúlurnar. Golfdagur á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal.

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingadeild Landspítala, Grensási (skráning í síma 543 9313).

Þriðjudagur 13. september

11:30-12:00 Hópslökun fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Allir velkomnir!

13:30-15:30 Hugræn atferlismeðferð (HAM). Námskeið. Leiðbeinandi: Gunnjóna Una Guðmundsdóttir 1/4.

15:30-17:00 Núvitund fyrir ungmenni. Námskeið. Leiðbeinandi: Edda Margrét Guðmundsdóttir. 1/8

Miðvikudagur 14. september

12:00-12:50 Hádegisfyrirlestur. Nálastungumeðferð. Ágústa K. Andersen hjúkrunar-og nálastungufræðingur.

13:00-13:30 Samtal um réttindi fólks með krabbamein. Allir velkomnir.

13:00-15:00 Handavinnu-og bókakaffið. Láttu sjá þig!

14:45-15:15 Hópþjálfun í vatni. Endurhæfingadeild Landspítala, Grensási (skráning í síma 543 9313).

Fimmtudagur 15. september

13:00-15:00 Styrkur. Viðtalstími. Sími 540 1911.

16:00-17:00 Lungnahópur. Rabbfundur.

Föstudagur 16. september

13:00-15:00 Viðtalstími félagsráðgjafa. Sími 800 4040 og 540 1912.

Hádegisfyrirlestur: Nálastungumeðferð

Miðvikudaginn 14. september kl.12:10-12:50 mun Ágústa K. Andersen hjúkrunar- og nálastungufræðingur fjalla um nálastungu við verkjum, ógleði ofl. og hvernig sú aðferð getur nýst sem viðbótarmeðferð fyrir þá sem eru að takast á við krabbamein. 

Allir velkomnir!

Námskeið í núvitund

Mánudaginn 19. september kl. 13:30-15:30 hefst námskeið í núvitund (mindfullness) sem ætlað er fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur. Námskeiðið er vikulega í átta skipti. Þátttökugjald er 8.000 kr.

Leiðbeinandi er Margrét Bárðardóttir sálfræðingur. Skráning á radgjof@krabb.is eða í síma 800 4040.


Var efnið hjálplegt?