• Dagatal
    Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar

Dagskrá Ráðgjafar­þjónustunnar í apríl

  • 1.4.2018, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Fjölbreytt og fræðandi dagskrá á vegum Ráðgjafarþjónustunnar í apríl. Spennandi námskeið og áhugaverðir hádegisfyrirlestrar eru meðal þess sem boðið er upp á í apríl.

NÁMSKEIÐ: ÞEGAR MAKI GREINIST MEÐ ÓLÆKNANDI KRABBAMEIN

Hefst þriðjudaginn 10. apríl og er vikulega í fjögur skipti kl. 14:00-15:30.

Ætlað mökum þeirra sem takast á við ólæknandi krabbamein. Stundirnar byggjast á stuðningi, fræðslu og samræðum tengt þeim áskorunum og breytingum sem oft þarf að mæta og leiðum til að hlúa sem best að sér og sínum.

Leiðbeinendur eru Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og Lóa Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur.


NÁMSKEIÐ: HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ VIÐ SVEFNLEYSI

Hefst miðvikudaginn 11. apríl. Vikulega í fimm skipti frá kl. 14:00-15:30.

Átt þú erfitt með að festa svefn á kvöldin? Vaknar þú upp á nóttunni og átt erfitt með að sofna á ný? Notar þú svefnlyf að staðaldri? Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Leiðbeinenandi er Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur. 


NÁMSKEIÐ: HUGRÆN ATFERLISMEÐFERÐ

Hefst þriðjudaginn 17. apríl - verður vikulega í fjögur skipti kl. 14:00-16:00.

Tilgangurinn er að vinna gegn tilfinningalegri vanlíðan.

Leiðbeinandi er Gunnjóna Una Guðmundsdóttir félagsráðgjafi.


​​NÁMSKEIÐ: ÞREYTA - HVAÐ ER TIL RÁÐA?

Fer fram miðvikudagana 30. apríl, 7. og 14. maí kl. 14:00-15:30. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem finna fyrir þreytu í kjölfar krabbameinsgreiningar eða meðferðar. Fjallað verður um mögulegar orsakir þreytu og hvað er til ráða.

Leiðbeinendur eru Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur, Íris Eva Hauksdóttir sjúkraþálfari, Rannveig Björnsdóttir næringarfræðingur og Sigrún Jóna G. Eydal iðjuþjálfi.


HÁDEGISFYRIRLESTRAR Á NÆSTUNNI


VIKULEGIR FASTIR VIÐBURÐIR
Frá mánudegi til föstudags

  • 08:30-16:00 - Kraftur. Opin skrifstofa.
  • 12:30-13:00 - Opnir tímar í slökun
  • 13:00-15:00 - Símaraðgjöf. Sími 800 4040. Hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur eða félagsráðgjafi svarar í síma.

Mánudagar

Þriðjudagar

  • 13:00-15:00 - Símaraðgjöf. Sími 800 4040. 

Miðvikudagar

Fimmtudagar

  • 13:00-15:00 - Handavinnuhorn og bókakaffi.
  • Athygli vakin á því að á fimmtudögum er opið til kl. 18:00.

Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins er að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Opið virka daga kl. 9:00-16:00. Fagfólk svarar í síma 800 4040 kl. 13:00-15:00. Netfang: radgjof@krabb.is


Fylgstu með okkur á Facebook!

Smelltu á hnappinn hér að neðan, „lækaðu” síðuna og þá fylgist þú betur með!


Facebook


Var efnið hjálplegt?