• Dagatal
    Dagskrá Ráðgjafarþjónustunnar

Dagskrá Ráð­gjafar­þjónustu Krabba­meins­félags­ins 15.-19. janúar 2018

  • 15.1.2018 - 19.1.2018, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

NÁMSKEIÐ: GÓÐVILD Í EIGIN GARÐ OG ANNARRA

Mindful Self-Compassion

Hefst mánudaginn 15. janúar kl. 13:00-15:00. Vikulega í 3 skipti. 

Ráðgjafarþjónustan, í samvinnu við Landspítalann, býður upp á námskeið í núvitund með sjálfúð, góðvild í eigin garð. Námskeiðið hefst mánudaginn 15. janúar 2018 kl. 13:00-15:00 og er vikulega í þrjú skipti og ætlað þeim sem greinst hafa með krabbamein. Tilgangur námskeiðsins er að tileinka sér mildi í eigin garð og auka andlega vellíðan. Námskeiðið byggir nær eingöngu á æfingum. 

Leiðbeinandi er Brynhildur Scheving Thorsteinsson, klínískur sálfræðingur.


BESTA GJÖFIN: ÁHRIF HUGLEIÐSLU Á BÖRN OG UNGMENNI

Fimmtudaginn 1. febrúar kl. 17:00. 

Af óviðráðanlegum orsökum verður því miður að fresta erindi Stefaníu Ólafsdóttur, um áhrif hugleiðslu fyrir börn og ungmenni, sem átti að vera fimmtudaginn 18. janúar. Erindið færist til 1. febrúar kl. 17:30.

Stefanía Ólafsdóttir, grunnskólakennari og leiðbeinandi í hugleiðsluskólanum Lótushúsi að flytja erindi um bók sína „Undir Heillastjörnu”. Erindið er ætlað foreldrum og forráðamönnum barna. Bókin inniheldur einfaldar hugleiðsluæfingar og heillakort fyrir börn á breiðum aldri. Einnig verður rætt um leiðir til að skapa endurnærandi stundir með fjölskyldunni.


VIKULEGIR FASTIR VIÐBURÐIR

Mánudagar til föstudaga

  • 08:30-16:00 - Kraftur. Opin skrifstofa.
  • 13:00-15:00 - Símaraðgjöf. Sími 800 4040. Hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur eða félagsráðgjafi svarar í síma.

Þriðjudagar

Miðvikudagar

  • 11:30-12:00 - Hópslökun
  • 13:00-13:30 - Samtal um réttindamál, allir velkomnir!

Fimmtudagar

  • 13:00-15:00 - Handavinnuhorn og bókakaffi.

 


Var efnið hjálplegt?