Aðalfundur Krabba­meins­félags Reykja­víkur verður 19. mars 2018

  • 19.3.2018, 19:30, Krabbameinsfélagið Skógarhlíð 8

Aðalfundur Krabbameinsfélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 19. mars nk. í húsakynnum félagsins að Skógarhlíð 8, 4. hæð og hefst kl. 19:30.

Aðalfundurinn verður að þessu sinni sérstakur fyrir þær sakir að fyrir honum liggur tillaga um að félagið sameinist Krabbameinsfélagi Hafnarfjarðar undir heitinu Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Félagssvæði þess verði Reykjavík, Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær. Félagið verður eftir sem áður aðili að Krabbameinsfélagi Íslands og verður starfrækt undir núverandi kennitölu Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

Ætlunin er að skapa sameinuðu félagi sterkari stöðu sem byggir á reynslu, þekkingu og tengslaneti beggja félaganna. Stjórnir þeirra hafa um skeið unnið að sameiningunni og eru sannfærðar um að hún er til góðs.

Að loknum aðal­fundarstörfum mund Sólmundur Hólm fjölmiðlamaður og uppistandari segja frá reynslu sinni af því að greinast með krabbamein. Að venju verður boðið upp á kaffi­veitingar. 


Var efnið hjálplegt?