Við erum til staðar - líttu við

Ráðgjafarþjónustan Krabbameinsfélagsins er upplýsinga og stuðningsþjónusta fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og fyrir aðstandendur. 

Þjónustan er einnig fyrir þá sem hafa misst nákominn úr krabbameini.

Ráðgjöf um réttindi, líttu við

Hjá Ráðgjafarþjónustunni hefur þú tök á að hitta félagsráðgjafa sem getur aðstoðað þig við varðandi þín réttindi í veikindum.

Ef þú átt námkomin ættingja sem hefur greinst með krabbamein getur félagsráðgjafi okkar liðsinnt þér og hjálpað þér við að sækja um það sem þú átt rétt á eða upplýst þig um það sem r í boði t.d. vaðandi stuðning fyrir aðstandendur, námskeið og önnur úrræði.

Það er ljóst að við greiningu krabbameins breytist margt. Meðal annars getur greiningin haft áhrif á fjárhag fjölskyldunnaren oftast leiðir oftast verður innkoman minni en útgjöldin aukin, meðal annars vegna kostnaðar sem tengist rannsóknum, meðferðum, ferðum og mörgu fleiru. 

Komdu í slökun – opin tími

Slökun getur hjálpað þér að ná meiri ró og tökum á álagi sem fylgir veikindunum. Slökun eykur vellíðan og bætir orku.

Upplýsingar – líttu við

Ef spurningar vakna um krabbamein taktu þá upp tólið og hringdu í 800 4040 eða sendu okkur póst. Þú ert líka velkomin til okkar í Skógarhlíð 8. Reykjavík en þar getur þú hitt fagfólk sem er tilbúið til að aðstoða þig. Hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins starfa hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi og sálfræðingur. Við erum staðar fyrir þig.

Gott útlit...betri líðan

Gott útlit...betri líðan er námskeið sem boðið er upp á síðasta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetraríman. Á námskeiðinu fá konur sem eru í krabbameinsmeðferð tækifæri til að læra hvernig hægt er að hafa áhrif á sýnilegar aukaverkanir meðferðar með förðun, leiðbeiningum um umhirðu húðar og fleira.

Leiðbeinendur eru snyrtisérfræðingar frá Termu.


Var efnið hjálplegt?