Að segja öðrum frá krabbameininu

Það reynist mörgum erfitt að segja sínum nánustu frá krabbameininu. Sumir hafa þörf fyrir að ræða opinskátt um krabbameinið á meðan aðrir velja að halda veikindunum út af fyrir sig eða að ræða þau aðeins við fáa útvalda. 

Ef þú átt börn er mikilvægt að segja þeim frá því að þú hafir greinst með krabbamein. Börn finna fljótt fyrir öllum breytingum og hafa þörf fyrir upplýsingar sem hæfa þroska þeirra og aldri. Börn þurfa að fá að vera þátttakendur, annars er hætta á að þau upplifi sig utanveltu eða ímyndi sér hlutina verri en þeir eru í raun. 


Var efnið hjálplegt?