Upp með sokkana! Pantaðu Mottumars-sokkana á þitt lið strax í dag

Taktu þátt í Mottumars!

Upp með sokkana!

Mottumars er árlegt árveknis- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Umgjörð átaksins í ár er byggð á gömlu góðu rakarastofunni, vettvangi sem karlar þekkja frá fornu fari og hefur náð nýjum hæðum á undanförnum árum.

Krabbameinsfélagið hefur látið hanna sokka í einkennismynstri og –litum rakarastofunnar og verða þeir seldir til styrktar fræðslu– og forvarnarátaki Krabbameinsfélagsins vegna karla og krabbameina.

mottumars

Pantaðu núna fyrir þitt lið!

Fylltu út formið hér að neðan og veldu hvort þú vilt fá sent eða sækja til okkar í Skógarhlíð. Þeir aðilar sem óska eftir að sækja í Skógarhlíð geta vitjað pantana sinna virka daga á milli kl. 09:00-16:00.


Verð á sokkapari: 2.000 kr.

Afhendingarmáti

Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Mottudagurinn 16. mars


Mottudagurinn 16. mars

Mottumars nær hámarki föstudaginn 16. mars þegar Mottudagurinn verður haldinn hátíðlegur. Sá dagur er kjörið tækifæri fyrir starfsmannastjóra til að brjóta upp daglega starfsemi og setja á dagskrá uppákomur og viðburði sem vekja athygli á þessu samfélagsverkefni okkar allra og efla móralinn í starfsmannahópnum.

Fleiri leiðir fyrir þitt fyrirtæki að taka þátt í Mottumars

Mottumars er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki í landinu til að fá jákvæða athygli og láta gott af sér leiða. Auk þess að taka þátt í Mottudeginum 16. mars má benda á nokkrar hugmyndir:

 • Selja valdar vörur eða þjónustu
  Fyrirtæki geta valið að selja ákveðna vöru/r eða þjónustu og gefið hluta af veltu eða ágóða til Mottumars átaksins. Þetta geta verið vörur eða þjónusta sem eru þegar til staðar er nýjung.
 • Gefið hluta af veltu dagsins til átaksins
  Fyrirtæki og félög geta vali að gefa hluta af veltu Mottudagsins 16. mars eða marsmánaðar til átaksins.
 • Keypt vörur í netverslun Krabbameinsfélagsins
  Fyrirtæki og félög geta styrkt með því að kaupa vörur tengdar Mottumars í netverslun Krabbameinsfélagsins og fært starfsfólki og viðskiptavinum að gjöf.
 • Stakt framlag
  Fyrirtæki geta styrkt átakið með stöku framlagi

Hafðu samband

Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna ( 540 1900mottumars@krabb.is).