• Leitarstöðin

Opnunartímar og símanúmer

Hægt er að panta tíma í skoðun í síma 540 1919 frá mánudegi til föstudags.

Opnunartímar

Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8, er opin frá mánudegi til fimmtudags kl. 8:00-15:30. Móttaka Leitarstöðvar er á 2. hæð.

Tímapantanir í hópleit

Athugið að einungis skal panta tíma eftir að kona hefur fengið í pósti boð um þátttöku í hópleit eða boð um að koma í eftirlit.

Tekið er við tímapöntunum í hópleit að krabbameini í leghálsi og brjóstum, frá kl. 8:00-15:30 í síma 540 1919 mánudaga til fimmtudaga. Á föstudögum er tekið við tímapöntunum frá kl. 8:00-14:00.

Ef afpanta þarf tíma eða senda fyrirspurn á Leitarstöðina er hægt að senda tölvupóst á leit@krabb.is

Upplýsingar og ráðgjöf

Hjúkrunarfræðingar á Leitarstöð veita upplýsingar og ráðgjöf er varða hópleit að krabbameini í leghálsi og brjóstum. Þeir eru við mánudaga til föstudaga kl. 8:30-12:00 og 12:30-15:00 í síma 540 1960. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið leit@krabb.is .

Athugið að konum sem hafa einkenni frá kvenlíffærum er bent á að snúa sér til kvensjúkdómalæknis.

Brjóstamiðstöð Landspítala hefur frá 1. janúar 2017 tekið við sérskoðun á brjóstum og er sú starfsemi rekin í húsnæði Leitarstöðvar.

Símatími hjúkrunarfræðings hjá Brjóstamiðstöð Landspítalans, Skógarhlíð er milli kl. 9-10, mánudaga til fimmtudaga.

Ef einkenni eru í brjóstum þá er fyrsta skref að leita til heimilislæknis / heilsugæslustöðvar sem metur þörf fyrir frekari rannsóknir og sendir beiðni ef þörf er fyrir frekari skoðun. Beiðnin skal send á Brjóstamiðstöð Landspítala, Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík.


Var efnið hjálplegt?