Hver skoðar?

Ljósmæður taka sýni frá leghálsi og geislafræðingar röntgenmyndir af brjóstum.

Í Leitarstöðinni í Reykjavík sjá ljósmæður um að taka sýni frá leghálsi. Það eru þær Kristín Sigurðardóttir, Laufey Ólöf Hilmarsdóttir, Hallfríður Kristín Jónsdóttir, Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, Steinunn Kr. Zophoníasdóttir og Hildur A. Ármannsdóttir.

Á landsbyggðinni sjá ljósmæður og í einstaka tilfellum hjúkrunarfræðingar eða læknar um að taka sýni á viðkomandi heilsugæslustöð.

Geislafræðingar taka röntgenmyndir af brjóstum en þær eru Anna Halldóra Ágústsdóttir,  Dagmar Gunnarsdóttir, Guðrún Birgisdóttir, Hafrún Sigurðardóttir og Helena Ýr Gunnarsdóttir.

Konum með einkenni frá leghálsi er bent á að panta tíma hjá kvensjúkdómalækni.

Konur sem eru með einkenni frá brjóstum geta fengið ráðleggingar hjá hjúkrunarfræðingi á Leitarstöðinni með því að senda tölvupóst á leit@krabb.is eða hringja í síma 540 1960 kl. 8:00-15:00 alla virka daga.

Vertu velkomin. Okkar markmið er að taka vel á móti þér!


Var efnið hjálplegt?