Frumu­rannsókna­stofa

Á Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins eru rannsökuð frumusýni frá leghálsi kvenna. Flest sýnin eru tekin vegna hópleitar að forstigum leghálskrabbameins á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

Flest sýnin eru tekin vegna hópleitar að forstigum leghálskrabbameins á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Einnig berast sýni frá konum sem eru í eftirliti vegna frumubreytinga og sýni tekin á stofu hjá sjálfstætt starfandi kvensjúkdómalæknum, ýmist í hópleit eða vegna einkenna hjá konunum. Starfsmenn frumurannsóknarstofunnar voru níu í árslok.

KI_20sep-268-EditMynd: starfsfólk Frumurannsóknarstofunnar


Hætt var að taka við hefðbundnum leghálsstrokum í lok janúar 2015 og öll leghálsleitin vökvasýnavædd.  Í byrjun árs 2015 hófust HPV-mælingar á sýnum sem í greinast vægar forstigsbreytingar. Einnig var byrjað að mæla sýni 65 ára kvenna sem mæta til leitar og þau sýni ekki skoðuð í smásjá nema í þeim mælist HPV-veiran, sem er áhættuþáttur fyrir leghálskrabbamein. HPV-mælingar eru gerðar í Svíþjóð. Samstarf er um leghálsleit við önnur norðurlönd og unnið er að samhæfingu leitarreglna.

Fjöldi sýna á frumurannsóknarstofunni á  árinu 2015 var 23.571. Endurskoðuð eru 10% eðlilegra sýna sem hluti af gæðaeftirliti. Forstigsbreytingar greindust í 2.505 sýnum eða tæpum 11%. Hlutfall ófullnægjandi sýna var lágt eða 0,7%. Mælt var með leghálsspeglun og töku vefjasýnis 517 sinnum. Um 4% kvenna sem greindust með vægar forstigsbreytingar reyndust HPV-neikvæðar og fara aftur inn í þriggja ára hefðbundið eftirlit. Um 7% kvenna fóru í áframhaldandi eftirlit.


Var efnið hjálplegt?