Blöðruhálskirtils-krabbamein

Hvers vegna er ekki almenn skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini?

Því fylgja bæði kostir og gallar þegar vísbendinga um blöðruhálskirtilskrabbamein er leitað hjá einkennalausum mönnum. Slíkar rannsóknir geta gert kleift að greina mein fyrr, þegar meiri líkur eru á vægari sjúkdómi sem hægt er að lækna. Hinsvegar geta þær leitt til ofgreiningar á krabbameinum sem þarfnast ekki meðferðar.

Þegar leitað er skipulega að meinum hjá ákveðnum hópum er talað um lýðgrundaða skimun (samanber þegar skimað er fyrir legháls- og brjóstakrabbameini hjá konum). Hvorki er mælt með né á móti lýðgrundaðri skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli hérlendis eða í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Einkennalausir karlar, án áhættuþátta, geta óskað eftir því að leitað sé að vísbendingum fyrir krabbameininu. Til að auðvelda körlum að leggja mat á hvort það myndi henta þeim eða ekki hefur verið þróað sérstakt gagnvirkt rafrænt fræðsluefni, svokallað Ákvörðunartæki. 

Myndband: Hvers vegna er ekki almenn skimun fyrir blöðruhálskirtilskrabbameini?

https://youtu.be/TJHW5TJPzWM


Var efnið hjálplegt?
Var efnið hjálplegt?