HPV-mælingar

Mismunandi HPV-mælingar

  • Mynd: freedigitalphotos.net
    Mynd: freedigitalphotos.net

HPV-mælingar eru mismunandi og gerðar í mismunandi tilgangi. Svör við HPV-mælingum fara oft eftir framleiðendum mælitækja. 

Leitarstöðin hefur komist að samkomulagi við Karolinska Universitetslaboratoriet, Center för cervixcancerprevention, Avdelningen för Patologi & Cytologi í Stokkhólmi. Þarna er notast við Cobas frá Roche. Tækið gefur upp hvort sýnið er:

HPV 16 neikvætt eða jákvætt
HPV18 neikvætt eða jákvætt
Aðrir há-áhættu HPV stofnar* jákvætt eða neikvætt

*HPV 31, 33, 35, 39, 45, 51, 52, 56, 58, 59, 66 og 68.

1. HPV-triage test

Ef ASCUS (flöguþekjuatypia) eða LSIL (dysplasia 1) finnast í frumusýni er sýnið sent í HPV-mælingu samkvæmt flæðiriti 1 í leitarleiðbeiningunum. Tekið upp á Íslandi 01.01.2015

2. HPV-exit test

Vökvasýni hjá öllum 65 ára konum sem eru að hætta í leghálskrabbameinsleit er sent í HPV-mælingu. Ef high risk HPV-veirur mælast í vökvasýninu er sýnið undirbúið til frumuskoðunar (cytology triage). Tekið upp á Íslandi 01.01.2015.

3. HPV test of cure

HPV-mæling gerð hjá þeim konum sem hafa farið í meðferð vegna frumubreytinga, t.d. keiluskurð. Eftirfylgni fer síðan eftir niðurstöðu HPV-mælingar. Unnið er að leiðbeiningum varðandi þessa tegund HPV-mælinga hér á landi.

4. Primary HPV test

Vökvasýni tekið á sama hátt og í dag en í stað þess að frumuskoðun fari fram er sýnið sent beint í HPV-mælingu líkt og gert er í HPV-exit test. Hugsanlega tekið upp á næstu árum.


Var efnið hjálplegt?