Af hverju er konum boðið í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti frá 23 ára til 65 ára?

Af hverju er konum boðið í leghálskrabbameinsleit á þriggja ára fresti frá 23 ára til 65 ára?

Það eru þekktar um 40 tegundir af HPV–veirum sem geta valdið frumubreytingum og um 15 þeirra valda einnig leghálskrabbameini, yfirleitt á löngum tíma. Leghálskrabbamein er sjaldgæft hjá konum yngri en 25 ára. Öll krabbameinsleit miðast við að gera sem mest gagn og valda sem minnstum skaða. 

Með því að hefja leita við 23 ára aldur er verið að gefa konum sem hafa sýkst af HPV–veirum tækifæri til að losna við veirurnar sjálfar með hjálp ónæmiskerfisins, svipað og að flestir læknast af kvefveirum.

HPV–sýking er algengust hjá yngra fólki, um 60% fólks á aldrinum 20 til 24 ára er með HPV–sýkingu á hverjum tíma en flestir losna við hana með hjálp ónæmiskerfisins á hálfu ári til tveimur árum en ekki allir. Eina leiðin til að vita hvort HPV–sýking er að valda konum skaða er að mæta reglulega í leghálskrabbameinsleit.

Algengi HPV-sýkinga minnkar svo hratt eftir 25 ára aldur og við 60 ára aldur eru aðeins 4% kvenna með HPV–sýkingu. Þess vegna er talið óhætt að hætta leghálsleit við 65 ára aldur. 

Konur sem hafa greinst með leghálskrabbamein eða frumubreytingar fylgja öðrum leitarleiðbeiningum en lýst er hér að ofan. Þær fara í sérstakt eftirlit vegna aukinnar áhættu.

 


Var efnið hjálplegt?