Skimun fyrir brjósta­krabbameini

Með röntgenmyndatöku af brjóstum, brjóstamyndun, er oft unnt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi.

Konur á aldrinum 40 til 69 ára fá boð um að mæta í hópleit að brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti. Konum 70 ára og eldri er frjálst að mæta í leit á tveggja ára fresti. Brjóstakrabbamein má greina með röntgenmyndatöku af brjóstum áður en einkenni koma fram.

Konur á aldrinum 40 til 69 ára fá boð um að mæta í hópleit að brjóstakrabbameini á tveggja ára fresti. Konum 70 ára og eldri er frjálst að mæta í leit á tveggja ára fresti. Brjóstakrabbamein má greina með röntgenmyndatöku af brjóstum áður en einkenni koma fram.

Því fyrr sem brjóstakrabbamein greinist því ólíklegra er að meinið hafi náð að dreifa sér og því meiri eru líkur á lækningu. Ef þú finnur hnút eða önnur einkenni sem bent geta til krabbameins er mikilvægt að leita til læknis. Einnig er hægt að leita ráða hjá hjúkrunarfræðingi á Leitarstöðinni með því að senda póst á leit@krabb.is  eða hringja í síma 540 1919.

 


Var efnið hjálplegt?