Skoðunar­staðir

Konur um allt land fá sent boð í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim. Skimað er fyrir brjóstakrabbameini hjá konum frá 40-69 ára aldri og fyrir leghálskrabbameini frá 23-65 ára. Konur geta séð upplýsingar um boð og eigin þátttöku í skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum á mínum síðum Ísland.is. Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.

Reykjavík

Leitarstöðin er staðsett í húsnæði Krabbameins­félagsins að Skógarhlíð 8, 2. hæð. Opið er á Leitarstöðinni mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 8:00-15:30. Á fimmtudögum er hægt að panta tíma í brjóstamyndatöku frá 8:30-15:30. Pantanir eru í síma 540 1919 en einnig er hægt að panta tíma á netinu. 

Akureyri

Á Akureyri er leitarstöðin hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands opin tvo daga í mánuði að jafnaði (nema í júní, júlí og ágúst, þá er lokað). 

Aðrir staðir

Boðið er upp á leghálskrabbameinsleit hjá ljósmæðrum og einstaka hjúkrunarfræðingum á öllum heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni allt árið um kring. 

Boðið er upp á brjóstakrabbameinsleit á mörgum heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni árlega eða annað hvert ár. Konur um land allt fá send boðsbréf í pósti þegar komið er að næstu krabbameinsleit hjá þeim.

Hópskoðun utan Reykjavíkur og Akureyrar 2020

 • Sauðárkrókur: 24. - 27. febrúar (28. febrúar til vara) 
  Tímapantanir í síma 432-4200.
 • Blönduós: 2. - 3. mars (4. mars til vara)
  Tímapantanir í síma 455-4100.
 • Húsavík / Raufarhöfn / Kópasker - Skoðað á Húsavík: 16. - 19. mars
  Tímapantanir í síma 464 0500.
 • Þórshöfn: 20. mars
  Tímapantanir í síma 464 0600.
 • Vopnafjörður: 24. - 25. mars
  Tímapantanir í síma 470 3070.
 • Borgarnes: 20. - 22. apríl og 27. - 29. apríl (30. apríl til vara)
  Tímapantanir í síma 470 3070.
 • Vestmannaeyjar: 4. - 7. maí (8. maí til vara)
  Tímapantanir í síma 432 2500.

Hópskoðanir annars staðar á landsbyggðinni frá ágúst til ársloka 2020 verða birtar síðar.

Allar fyrirspurnir er varða Leitarstöðina er hægt að senda á leit@krabb.is eða með því að hringja í síma 540 1919.

island.is - niðurstöður og þátttaka

Konur geta nú skoðað upplýsingar um boðun og eigin þátttöku í skipulegum skimunum fyrir legháls- og brjóstakrabbameinum rafrænt á mínum síðum Ísland.is.

Niðurstöður skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum eru sendar rafrænt í pósthólf kvenna á mínum síðum island.is.

Skimunarsagan er afrakstur samstarfs á milli Krabbameinsfélags Íslands og Þjóðskrár Íslands.


Var efnið hjálplegt?