Velunnarasjóður Krabbameinsfélagsins

Velunnarasjóður Krabbameinsfélagsins styður við starf aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins, bæði svæðafélaga og stuðningshópa með árlegum styrkjum til verkefna. Sjóðurinn styrkir rekstur átta þjónustuskrifstofa á landinu.

Dæmi um verkefni sem styrkt voru af Velunnarasjóði 2020:

 • Námskeiðið Fjölskyldusamvera fyrir börn og unglinga á aldrinum 5-15 ára sem eiga það sameiginlegt að eiga náinn aðstandanda með krabbamein eða hafa misst náinn aðstandanda úr krabbameini hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. 
 • Gerð fræðsluefnis um blöðruhálskirtilskrabbamein hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. 
 • Heilsuefling með golfnámskeiði í samstarfi við Golfklúbbinn á Selfossi hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu.
 • Iðjuþjálfi hjá Krabbameinsfélaginu í Skagafirði. 
 • Viðtöl og sálgæsla hjúkrunarfræðings hjá Krabbameinsfélaginu á Suðurnesjum. 
 • Jóganámskeið fyrir krabbameinsgreinda hjá Krabbameinsfélagi Árnessýslu.
 • Starfsmaður hjá stuðningsfélaginu Framför til að efla tengsl við karla sem greinst
  hafa með blöðruhálskrabbamein og gerð fræðsluefnis.
 • 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna.
 • Heimasíðugerð hjá Krabbameinsfélaginu Sigurvon á Ísafirði og Krabbameinsfélagi Árnessýslu.
 • Hvíldarhelgi á Eiðum fyrir krabbameinsgreinda.
 • Núvitundarnámskeið með áherslu á þreytu, orkuleysi og verki hjá Krabbameinsfélagi
  Akureyrar og nágrennis.
 • Ýmis fræðsla og fyrirlestrar á vegum Krabbameinsfélagsins á Suðurnesjum.