Velunnarasjóður Krabbameinsfélagsins

Velunnarasjóður Krabbameinsfélagsins styður við starf aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands, bæði svæðafélaga og stuðningshópa með árlegum styrkjum til átaksverkefna. Sjóðurinn styrkir rekstur sjö þjónustuskrifstofa á landinu.

Dæmi um verkefni sem styrkt voru af velunnarasjóði 2015:

  • Þýðing og staðfærsla á fræðsluefni fyrir vef fyrir þá sem eru nýlega greindir með krabbamein í blöðruhálskirtli. Efnið var unnið í samvinnu við stuðningshópana Góða hálsa og Fríska menn .
  • Niðurgreiðsla á fjölbreyttu námskeiðahaldi aðildarfélaga s.s. jóga, endurhæfing, slökun, handavinna o.fl.
  • Niðurgreiðsla á orlofsdvöl fyrir krabbameinssjúklinga á Norðurlandi.
  • Starfsendurhæfingarnámskeið á Austurlandi.
  • Samstarfsverkefni við Rauða krossinn um stuðning við sjúklinga (Brosið).
  • "Kastað til bata" er verkefni á vegum Brjóstaheill -Samhjálpar kvenna, Krabbameinsfélagsins og styrktaraðila, þar sem konum er boðið til veiðiferðar.
  • Endurhæfingarverkefnið FítonsKraftur er endurhæfing í formi hreyfingar og útvistar fyrir ungt fólk á aldrinum 18 - 40 ára sem greinst hefur með krabbamein.