Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka

running

Ætlar þú að hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu 2018? Hér að neðan er að finna ýmis góð ráð frá fagfólki.

Einkunnarorð Krabbameinsfélagsins í ár „Ég hleyp af því ég get það“ eru fengin að láni frá Gunnari Ármannssyni. Starfsfólk félagsins mun afhenda hlaupurum miða með einkunnarorðunum til að festa á hlaupaboli sína á sýningunni Fit & Fun í Laugardalshöll fimmtudaginn 16. ágúst og föstudaginn 17. ágúst.

Eg-hleyp-landscape

Kæri hlaupari.

Tilgangur Krabbameinsfélagsins er að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini þar sem lögð er áhersla á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. Baráttan er löng og kostnaðarsöm og á hverjum degi eru nýjar áskoranir til að takast á við.

Krabbameinsfélagið hefur alla tíð notið velvildar almennings og fyrirtækja í formi beinna styrkja og annars fjárhagslegs stuðnings. Sá stuðningur er grundvöllur þess að félagið geti starfað og erum við ákaflega þakklát öllum þeim sem leggja sitt af mörkum til félagsins.

Okkur hjá Krabbameinsfélaginu langar mikið til að vera í betra sambandi við þá sem hlaupa fyrir félagið í ár og því viljum við biðja þig um að senda okkur netfangið þitt á markad@krabb.is

Heilbrigt líf

Arndís Ýr hlaupakona er búin að vera í landsliði Íslands í frjálsum íþróttum frá árinu 2008 og er margfaldur Íslandsmeistari í langhlaupum. Við hjá Krabbameinsfélaginu höfum fengið Arndísi Ýr til liðs við okkur og ætlar hún að gefa þeim hlaupurum sem hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið góð ráð er varða hlaupaæfingar og matarræði.

Hlauparáð #1 - skór

"Til reyna að komast hjá beinhimnubólgu sem er alltof algeng hjá byrjendum (reyndar hjá flestum hlaupurum), þá eru góðir hlaupaskór nauðsynlegir. Lélegir,  gamlir og úr sér gengnir hlaupaskór ýta undir meiðsl og því er gott að fjárfesta í góðum hlaupaskóm. Ég á nokkra hlaupaskó sem ég skiptist á að nota og tel það vera mjög gott. Eins hefur reynst mér vel að hlaupa eins mikið á mjúku undirlagi og hægt er, svo sem malarstígum eða grasi. Ég hef búið síðastliðin tvö ár í Kaupmannahöfn og þar hef ég notið góðs af öllum góðu malarstígunum og tel þá hafa hjálpað mér þegar hlaupaálagið er sem mest. Kveðja, Arndís Ýr." Taktu prófið!

 

Hlauparáð #2 - næring

"Næring skiptir miklu máli fyrir hlaupara og þar skiptir mestu máli að borða sem fjölbreyttasta fæðu. Ég borða yfirleitt um þremur klukkustundum fyrir æfingu og passa mig svo á að drekka nóg af vatni yfir daginn. Mjög misjafnt er hvað hverjum og einum finnst best að borða fyrir æfingar og það sem hentar einum hentar ekki endilega öðrum. Vefvarp: áhrif sólarinnar á húðina

Mér persónulega finnst ekki gott að borða neitt sem er þungt í magann eins og kjöt og mjólkurvörur fyrir æfingar og borða það frekar að lokinni æfingu. Fyrir keppnishlaup borða ég þremur til fjórum klukkustundum fyrir hlaup. Það hentar mér til dæmis mjög vel að borða nokkrar ristaðar brauðsneiðar með smá smjöri og bláberjasultu og peru."

 

Hlauparáð #3 - lokaundirbúningur

"Núna fer að styttast heldur betur í Reykjavíkurmaraþonið og aðeins lokaundirbúningurinn eftir. Þó svo að sum ykkar séu eingöngu búin að einbeita ykkur að þessu eina hlaupi þá vona ég innilega að þið haldið áfram að hlaupa. Hlaup og almenn hreyfing er yndisleg og í raun forréttindi. 12 leiðir til að draga úr líkum á krabbameini

Í lokaundirbúninginum fyrir keppni er mikilvægt að vera ekki að prófa eitthvað nýtt heldur halda æfingum eins og þær hafa verið og minnka svo hlaupaálagið þegar nær dregur. Fyrir keppnishlaup þá passa ég mig á að ná góðri hvíld til að draga úr líkum á óþarfa þreytu. Mér persónulega finnst samt mjög gott að hreyfa mig daginn fyrir keppnishlaup með léttu skokki til að leyfa blóðinu aðeins að streyma og mýkja mig svo á eftir með góðum teygjum".

Hlauparáð #4 - keppnisdagurinn

"Núna eru aðeins nokkrir dagar í Reykjavíkurmaraþonið og því datt mér í hug að koma með fimm punkta um það sem ég er vön að gera á keppnisdegi. 

  1. Það er gott að vera vel vaknaður fyrir hlaup svo maður sé ekki enn að vakna þegar hlaupið er ræst. Ég vakna um 3-4 klst. fyrir hlaup og fæ mér að borða.
  2. Minn uppáhalds keppnismatur er ristað brauð með smá smjöri og sultu og pera. Best er að borða það sem maður er vanur og veit að fer vel í maga.
  3. Ég passa mig að drekka nóg af vatni en þó ekki rétt fyrir hlaup.
  4. Upphitun er mikilvæg og gott er að mýkja sig aðeins fyrir hlaupið með léttu skokki og teygjum.
  5. Keppnisklæðnaður getur verið mikið vafamál og oft veit ég ekki í hverju ég á að hlaupa fyrr en rétt fyrir hlaup. Ég hef því vanið mig á að taka með mér aukaföt sem ég get farið í fyrir hlaupið ef ég tel að það sé of kalt. Þó að það sé smá svalt í byrjun þá hitnar manni fljótt þegar maður byrjar að hlaupa svo ég mæli með að vera ekki of mikið klædd/ur.

Að vera hluti af þessu hlaupi og hafa alla hvatninguna sem er á leiðinni er yndislegt. Ekki skemmir heldur fyrir vera að styrkja gott málefni í leiðinni eins og þið eruð að gera."

Rvkmarathon2

Starfsfólk Krabbameinsfélagsins vill þakka þeim hlaupurum sem hlaupa til góðs fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu!

Gangi ykkur vel!