Reykja­víkur­mara­þon Íslands­banka - hlauptu til góðs, af því þú getur það!

running

Ætlar þú ekki örugglega að hlaupa til góðs í Reykja­víkur­mara­þoninu 2023? Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að hlaupa til styrktar Krabbameinsfélaginu og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is.

Gunnar_1560988669051

Einkunnarorð Krabbameinsfélagsins „Ég hleyp af því ég get það“ eru fengin að láni frá Gunnari Ármannssyni. Gunnar er einstakur hlaupagarpur sem þekkir þá áskorun vel að glíma við krabbamein bæði sem sjúklingur og sem aðstandandi. 

Tilgangur Krabbameinsfélagsins er að styðja og efla í hvívetna baráttuna gegn krabbameini þar sem lögð er áhersla á að fækka þeim sem veikjast af krabbameinum, lækka dánartíðni og bæta lífsgæði þeirra sem greinast með krabbamein. Baráttan er löng og kostnaðarsöm og á hverjum degi eru nýjar áskoranir til að takast á við.

Krabbameinsfélagið hefur alla tíð notið velvildar almennings og fyrirtækja í formi beinna styrkja og annars fjárhagslegs stuðnings. Sá stuðningur er grundvöllur þess að félagið geti starfað og erum við ákaflega þakklát öllum þeim sem leggja sitt af mörkum til félagsins.

Okkur hjá Krabbameinsfélaginu langar mikið til að vera í góðu sambandi við þá sem hlaupa fyrir félagið í ár og því viljum við biðja þig um að senda okkur netfangið þitt á markad@krabb.is

Radmyndin-nota

Starfsfólk Krabbameinsfélagsins vill þakka þeim hlaupurum sem hlaupa til góðs fyrir félagið í Reykjavíkurmaraþoninu! Minnum hlauparana okkar á að líta við í básnum okkar á Fit&Run sýningunni í Laugardalshöll og þiggja hlaupabol að gjöf.

Gangi ykkur vel!