© Mats Wibe Lund

Krabbavörn Vestmannaeyjum

Félagið Krabbavörn í Vestmannaeyjum hefur það hlutverk að styðja við einstaklinga sem greinast með krabbamein í Vestmanneyjum og aðstandendur þeirra. Það stuðlar að fræðslu og menntun um krabbamein og krabbameinsvarnir, eflir krabbameinsrannsóknir, beitir sér fyrir leit að krabbameini á byrjunarstigi, styður framfarir í meðferð krabbameina og umönnun krabbameinssjúklinga.

Stjórn

Formaður félagsins er Sigurbjörg Kristin Óskarsdóttir
Varaformaòur: Margrét þóra Guðmundsdóttir
Gjaldkeri: Kolbrún Anna Rúnarsdóttir
Ritari: Ingibjörg Andrea Brynjarsdóttir
Meðstjórnendur: Kristín Valtýrsdóttir og Olga Sædís Bjarnadóttir 

 

Starfsemi 2021

Stjórn:

Aðalfundur var haldinn 11.03.2021

Þá var kosin ný stjórn félagsins en í henni eru:

 

Formaður:                   Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir                    

Varaformaður:                      Margrét Þóra Guðmundsdóttir

Gjaldkeri:                   Kolbrún Anna Rúnarsdóttir              

Ritari:                         Ingibjörg Andrea Brynjarsdóttir                   

Meðstjórnendur:         Kristín Valtýsdóttir   

Varamenn:                  Olga Sædís Bjarndóttir         

Framkvæmdastjóri/Starfsmaður Kolbrún Rúnarsdóttir

 

Á starfsári 2021 voru haldnir 9 stjórnarfundir.

Stjórn tók þátt í 2 fundum hjá KÍ

 

Saga félagsins

Krabbavörn Vestmannaeyja stendur á gömlun grunni, það var stofnað af Einari Guttormssyni lækni 25.04.1949, félagið var þá deild innan Krabbameinsfélags Íslands og fór 1/3 hluti af innkomu félagsins til KÍ. Eftir að hafa starfað um tíma féll starfsemi félagsins niður en var endurvakið 03.05.1990 og hefur starfað nær óslitið síðan.

Krabbavörn Vestmannaeyja er grasrótasamtök sem vinna þarft verk og nýtur starfið velvildar og þakklæti í samfélagi Vestmannaeyja. Félagið er starfrækt eingöngu á styrkjum og öll vinna í nafni félagsins er sjálfboðavinna.

Haldnir voru 9 margir stjórnarfundir á árinu.

Stjórn tók þátt í 2 fundum hjá KÍ

 

Starfsemi:

Starfsemi félagsins var með þeim hætti, að opin fundur var alla þá þriðjudaga sem leyfilegt var,   kl. 13-15 þar sem bæði þeir sem hafa fengið krabbamein og þeir sem voru búnir að yfirstíga veikindin ásamt aðstandendum. Sú nýbreytni var á árinu 2021 að sofnaður var karlahópur innan félagsins, þeir hittast alla miðvikudaga kl.20-22 og hefur sú starfsemi farið vel af stað

 

Hópastarf

Þriðjudagshópurinn

Karlaklúbburinn

 

Viðburðir

Ákveðið var fresta enn og aftur tónleikahaldi sem átti að vera í marsmánuði vegna Covid og freista þess að árið 2022 myndi gefa okkur betri möguleika á þeim viðburði.

Mottumars sló heldur betur í gegn hjá félaginu en Viktor Rakari ásamt vel skeggjuðum lögreglumanni settu af stað áheit til félagsins. Fór rakstur lögreglumannsin fram í beinni útsendingu sem tímaritið Tígull sá um, Lögreglumaðurinn lét heita á sig að hver sá sem myndi commenta eða lika þennan atburð yrði að leggja inn á reikning Krabbavarnar að lámarki 1.000kr. þetta framtak fór langt umfram væntingar hjá öllum sem stóðu að þessum viðburði.

Sjö tinda ganga er fastur liður hjáVestmannaeyingum um jónsmessu og var þátttaka góð og veitt hún okkur fjárstyrk

Bleikur október var fyrirferðamikill hjá félaginu, bleikt boð var haldið og var þátttakan slík að ákveðið var að hafa næsta boð í Höllinni. Bleik messa var haldin og þar komu fram þær Kristín sem sagði sögu sína sem aðstandandi krabbameinssjúklings og Kolbrún sem sagði frá starfsemi félagsins.

Áramótaganga er fastur þáttur af jólahaldi hjá mörgum eyjamönnum, en þar greiðir fólk gjald til að taka þátt í gögnunni sem rennur til Krabbavarnar, eins og í fyrra þá gegnur einstaklingar sínar leiðir í litlum hópum vegna Covid.

 

Styrkir

Félagið styrkti 30 einstaklinga á árinu.

Félagið hefur greitt meðferðastyrki, styrki vegna íbúðar og sjúkrahótelkostnaðar, útfarastyrki og styrkt til sálfræðiaðstoðar

Samtals að upphæð kr. 5.004.793

 

Markaðsstarf og kynningarmál

Facebooksíða félagsins

Ca 150 póstar hafa verið birtir á facebooksíður félagsins árið 2021. Síðan er með 1.535 vini sem fylgjast með starfinu

Bæjarblöðin hafa verið duglega að fjalla um starfsemi félagsins.

 

Samstarf

Krabbavörn hefur verið í samstarfi við  ÍBV íþróttafélag, Friðarból sem sér um áramótagönguna og Rakarastofu Viktors, Tígul, Úlli open svo eitthvað sé nefnt

 

Fjármál

Afkoma félagsins á reikningsárinu var jákvæð/neikvæð.

Helstu kostnaðarliðir voru: Styrkir til félagsmanna

Helstu innkomuliðir voru styrkir frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum

Sótt var styrki til: KÍ vegna sálfræði aðstoðar

 

Lokaorð

Starfsemi ársins 2021 var slitrótt vegna Covid, þrátt fyrir það var reynt að halda í starfsemina eins og vera mætt. Félagið er lánsamt að það er ofarlega í huga styrktaraðila sem sýnir félaginu kærleik, stjórn krabbavarnar er ævinlega þakklátt fyrir allan þann kærleik sem félaginu er sýnt.

  

Takk fyrir samstarfið.

Stjórnin

Starfsemi 2020

Saga félagsins

Stofnað: 25.04.1949 endurvakið 03.05.1990

Fjöldi félagsmanna:525

Krabbavörn Vestmannaeyja stendur á gömlun grunni, það var stofnað af Einari Guttormssyni lækni 25.04.1949, félagið var þá deild innan Krabbameinsfélags Íslands og fór 1/3 hluti af innkomu félagsins til KÍ . Eftir að hafa starfað um tíma féll starfsemi félagsins niður en var endurvakið 03.05.1990. og hefur starfað nær óslitið síðan.

Krabbavörn Vestmannaeyja er grasrótasamtök sem vinna þarft verk og nýtur starfið velvildar og þakklæti í samfélagi Vestmannaeyja. Félagið er starfrækt eingöngu á styrkjum og öll vinna í nafni félagsins er sjálfboðavinna.

Á síðasta ári voru skráðir 525 félagsmenn í félaginu.

Stjórn:

Aðalfundur var haldinn 11.03.2031

Þá var kosin ný stjórn félagsins en í henni eru:

 

Formaður: Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir              

Varaformaður:           Margrét Þóra Guðmundsdóttir

Gjaldkeri: Kolbrún Anna Rúnarsdóttir                    

Ritari: Ingibjörg Andrea Brynjarsdóttir                   

Meðstjórnendur: Kristín Valtýsdóttir

Varamenn: Olga Sædís Bjarndóttir  

Félagið þakkar fráfarandi varaformanni Guðnýju Halldórsdóttur fyrir vel unnin störf í  þágu félagsins.

Á starfsári 2020 voru haldnir 5 stjórnarfundir.

Stjórn tók þátt í 2 fundum hjá KÍ

Stjórn tók þátt í 23 viðburðum/fundum fyrir hönd félagsins á árinu.

 

Starfsemi:

Starfsemi félagsin var mjög takmörkuð árið 2020 vegna Covid, enda þeir einstaklingar sem bæði sækja fundi á þriðjudögum svo og aðrir sem tilheyra starfsemi félagsins í áhættuhópi og ekki gerlegt að stofna þeim í hættu

Hópastarf

Á starfsári 2020 var opið hús á þriðjudögum þegar þríeykið leyfði og var það vel sótt.

Viðburðir

Í upphafi árs var farið í að vinna að tónleikum til styrktar félagsins og var þar fremstur í flokki og okkur til aðstoðar Biggi Nielsen tónlistamaður, var hann búinn að fá fjöldan af tónlistafólki sem ætlaði að taka þátt þetta kvöld, með sínu framlagi að styrkja félagið sem var ómetanlegt. Ákveðið var að tónleikarnir ættu að vera 11. mars og spennan var mikil, félagið hafði aldrei lagst í svona stórt verkefni og til mikils að vinna. Það varð þó svo að á ögurstundu var ákveðið að afboða tónleikana vegna mikilla Covid smita sem dreifðist mjög hratt í samfélaginu.

Viktor rakari seldi rakspíra okkur til styrktar í marsmánuði.

Sjö tinda gangan hefur verið fastur liður hjá eyjaskeggjum um Jónsmessu og er alltaf mjög góð þátttaka,  sú ganga var farin og veitti hún okkur fjárstyrk.

Bleikur október var ekki eins fyrirferðamikill hjá okkur og hefur verði en bærinn var skreyttur með bleikum slaufum.

Áramótaganga sem er orðinn stór þáttur af jólahaldi Eyjamanna en þar greiðir fólk gjald til að taka þátt í göngunni sem rennur til Krabbavarnar, í ár gengu einstaklingar sínar leiðir í litlum hópum.

Námskeið

Engin námsekið voru haldin árið 2020

Styrkir

  • Félagið styrkti 33 einstaklinga á árinu.
  • Félagið hefur greitt meðferðastyrki, styrki vegna íbúðar og sjúkrahótelskostnaðar einnig eru greiddir útfarastyrkir.
  • Styrkir samtals á síðasta starfsári nam 4.117.388 kr.

Fræðslu- og forvarnastarfsemi

Ekkert fræðslu eða forvarnarstarf var á árinu 2020  

Útgáfumál og fræðsluverkefni

  • Félagið sá um dreifingu blaðs Krabbameinsfélagsins á svæðinu. Kristín meðstjórnandi í stjórn Krabbavarnar sá um dreifingu blaðsins og fór með til opinberra stofnanna, hárgreiðslustofa og annarra þjónustuaðila þar sem fólk gæti kynnt sér efni blaðsins. Gera má ráð fyrir að það hafi farið 1 klukkustund í þá vinnu. Þökkum við henni fyrir aðstoðina við þetta verkefni.

Markaðsstarf og kynningarmál

Facebooksíða félagsins

  • 35 póstar hafa verið birtir á Facebook síðu félagsins árið 2020. Síðan er með 1500 vini sem fylgjast með starfinu.
  • 15 Áframdeilingar á efni Krabbameinsfélags Íslands

 Bæjarblöðin hafa verið dugleg að fjalla um starfsemi félagsins og styrkt félagið á þann hátt.

Samstarf

Krabbavörn hefur verið í samstarfi við  ÍBV íþróttafélag, Friðarból sem sér um áramótagönguna og Ufsaskalla sem Krabbavörn var í samstarfi með árið 2020.

Fjármál

Afkoma félagsins á reikningsárinu var jákvæð.

  • Helstu kostnaðarliðir voru: styrkir til félagsmanna
  • Helstu innkomuliðir voru styrkir
  • Sótt var styrki til: engir styrkir voru sóttir árið 2020

Lokaorð

Þrátt fyrir erfitt ár með allskonar uppákomum sem við þurftum að takast á við þá var félagið ofarlega í huga hjá mörgum, félagið er lánsamt að hafa alla þá styrktaraðila sem hugsa til þess.

Kærleikur er magnað verkfæri, sem félagið finnur fyrir í samfélaginu og erum við ævinlega þakklát fyrir það.

Takk fyrir samstarfið.

Stjórnin

Starfsemi 2019

Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn Krabbavarnar í Vestmannaeyjum verið þannig skipuð: Sigurbjörg formaður, Guðný varaformaður, Ingibjörg ritari, gjaldkeri Sigríður og meðstjórnendur eru Kristín og Olga.

Í upphafi árs 2019 voru félagsmenn um 350 en í janúar 2020 voru þeir 505 eða um 44% fjölgun sem er sögulegt met sem við teljum að kom til vegna gjafar frá Guðmundi Karli Jónassyni sem lést á Heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum 2. júlí síðastliðinn en hann arfleiddi Krabbavörn að öllum eigum sínum eftir sinn dag og var mikil umfjöllun í um það og ýtti það við mörgum.

Krabbavörn Vestmannaeyjar er grasrótasamtök sem vinna þarft verk og nýtur starfið velvildar og þakklæti í samfélagi Vestmannaeyja.

Við erum afar þakklát öllum þeim sem hjálpa okkur við að efla og styrkja starfsemina með einum eða öðrum hætti. Með þessum styrkjum getur félagsmaður sem greinst hefur með krabbamein leitað eftir stuðningi til félagsins. 30 einstaklingar hafa fengið styrk frá félaginu á einhvern hátt á síðasta starfsári.

Ýmsar uppákomur okkur til heilla voru á starfsárinu, vil ég þar nefna Bjóruppboð sem var á sjómannadaginn, allur ágóði rann til okkar, sem var ca. ein milljón.

Marsmánuður var mánuður skeggfánananna en þeir blöktu við mörg fyrirtæki til að minna okkur á að karlmenn fá líka krabbamein, miðbærinn var einnig fallega skreyttur, verslanir skreyttu búðargluggana hjá sér með skeggblöðrum og borðum sem gerði þetta allt svo áþreifanlegra og fallegra.

Árið 2019 var gert enn betur til að minna okkur á strákana en Sigurbjörg formaður Krabbavarnar og Viðar sóknaprestur okkar Eyjamanna voru með Pound leikfimi, það kostaði 2000 inn og rann sú fjárhæð sem safnaðist óskert til félagsins, en Poundið fór fram Agóges sem leigði okkur húsnæðið okkur að kostnaðarlausu… þess má geta að Pound er trommuleikfimi sem er hrikalega skemmtileg J

Mig langar að koma því að hér að í ár verða tónleikar 11. Mars kl. 20:30 fram koma stór hluti af af okkar perlum í tónlistinni.

Sjö tinda gangan er einn fastur liður hjá eyjaskeggjum um Jónsmessu og er alltaf mjög góð þátttaka, sú ganga veitir okkur einnig fjárstyrk.

Bleikur október var fyrirferðamikill hjá okkur og var verið að undirbúa hann allt árið víða um bæinn en við fórum af stað með skemmtilegt verkefni þar sem við buðum konum að aðstoða okkur að prjóna eða hekla bleikar tuskur sem við seldum svo á Bleika deginum. Þetta verkefni fór fram úr okkar björtustu vonum og söfnuðust 600 fallegar tuskur sem seldust allar. Við skreyttum miðbæinn okkar, verslanir skreyttu í kringum sig og voru með verslanir með kvöldopnun, við vorum með bás í miðbænum þar sem tuskurnar voru seldar og buðum upp á kakó og piparkökur í dásamlegu veðri.

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna héldu Bleikan handboltaleik og þar léku þær í bleikum sokkum og allur ágóðu af innkomu leiksins rann til félagsins, en þess má geta að leikmenn beggja liða og dómarar borguðu sig inn á leikinn. Frábært framtak hjá stelpunum okkar. Bleikur jóga nidra tími var einnig haldinn þar sem ágóðinn rann einnig til félagsins.

Áramótaganga sem er orðinn stór þáttur af jólahaldi Eyjamanna en þar greiðir fólk gjald til að taka þátt í göngunni sem rennur til Krabbavarnar.

Formannafundur var haldinn á Akureyri 20.09.2019, það var virkilega gaman að koma í höfuðstöðvar KAON frábærar móttökur þar sem Halldóra kynnti starfsemi KAON, farið var yfir fréttir frá aðildarfélögum og stuðningshópum. Halla Framkvæmdarstjóri KÍ fór yfir tarfsemi í Skógarhliðinni.

Ásthildur bæjarstjóri Akureyrar kom á fundinn og ræddi um fyrstu heimsókn sína í húsnæði KAON og að hún hafi upplifað af eigin skinni mikilvægi félagsins, og árétti hversu mikilvægt starfsemi krabbameinsfélaganna er.

Þessi orð Ásthildar um mikilvægi starfsemi krabbameinsfélaganna eiga svo sannalega við.

Við hjá Krabbavörn erum einstaklega þakklát öllum þeim sem hugsa til okkar og leggja félaginu okkar lið, það er félaginu dýrmætt og geri okkur kleift að styðja og styrkja félagsmenn.

 

Starfsemi 2018

 

Frá síðasta aðalfundi hefur stjórn Krabbavarnar í Vestmannaeyjum verið þannig skipuð: Sigurbjörg formaður, Guðný varaformaður, Ingibjörg ritari, gjaldkeri Sigríður og meðstjórnendur eru Kristín og Hrafnhildur

Í Krabbavörn eru 350 félagar og er ársgjaldið ekki hátt eða 2.500 á ári. Krabbavörn eru samtök sem hafa það hlutverk að styðja þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra. Félagið er rekið með styrkjum frá velunnurum félagsins sem er okkur ómetanlegt og þökkum við fyrir þann hlýhug.

Grasrótarsamtök eins og Krabbavörn þurfa að vera í stöðugri endurskoðun til þess að starfsemi félagsins staðni ekki, t.d með því að endurnýja stjórn með reglulegum hætti. Engar reglur eru til um það hversu lengi stjórnaseta er hjá félaginu og þyrfti að skoða það.

Þegar félagsmaður greinist með krabbamein getur hann sótt til félagsins ferðastyrk en við greiðum 25.000 fyrir hverja ferð ásamt því að við greiðum fyrir leigu á íbúðum við Rauðarárstíg og einnig fyrir sjúkrahótel. 27 einstaklingar hafa fengið styrk frá félaginu á einhvern hátt á síðasta starfsári.

Ýmsar uppákomur okkur til heilla voru á starfsárinu, vil ég þar nefna áramótagönguna sem er orðinn stór þáttur af jólahaldi Eyjamanna en þar greiðir fólk gjald til að taka þátt í göngunni sem rennur til Krabbavarnar. Marsmánuður var mánuður skeggfánananna en þeir blöktu við mörg fyrirtæki til að minna okkur á að karlmenn fá líka krabbamein. Í ár ætlum við að gera betur, Viðar prestur ætlar að vera með Pound leikfimi n.k laugardag eða 9. mars kl 12:30 það kostar 2000 inn og rennur sú fjárhæð sem safnast óskert til félagsins en Poundið fer fram í Agóges sem leigir okkur húsnæðið að kostnaðarlausu og að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta.

Aðalfundur Krabbameinsfélags Íslands var 5. maí, aukaformannafundur var fyrsta mál á dagskrá þar sem reglur um ráðstöfun framlaga Velunnara Krabbameinsfélags Íslands voru til umfjöllunar einnig var kynning á starfsemi Krabbameinsfélags Íslands í tölum, máli og myndum ásamt hefðbundnum fundarstörfum

Sjö tinda gangan er einn fastur liður hjá eyjaskeggjum um Jónsmessu og er alltaf mjög góð þátttaka, sú ganga veitir okkur einnig fjárstyrk.

Haustsalan hefur ávalt gengið vonum framar og erum við þakklátar fyrir það.

Aukaaðalfundur Krabbameinsfélags Íslands sem var haldinn sunnudaginn 16. september, í Skógarhlíð 8. Og í framhaldi af honum var formannafundurinn haldinn

Tilefni aukaaðalfundarins var erindi sem Krabbameinsfélag Íslands sendi velferðarráðuneyti og svar ráðuneytisins við erindinu auk tillagna stjórnar félagsins. (öll gögn þar af lútandi eru trúnaðarmál)

Í október var bærinn með bleikum ljóma, fánar með bleikri slaufu blöktu á hún til að minna okkur á að lífið getur tekið U beygju. Bleikt kvöld var hjá verslunum og rann hluti sölunnar frá ýmsum fyrirtækjum til Krabbavarnar.

Það að greinast með krabbamein er mikið áfall, bæði fyrir þann sem greinist og ekki síður fyrir fjölskyldu og aðstandendur. Veikindaferlið tekur oft mikið á, á margan og ólíkan hátt.

Verkefninu er ekki endilega lokið þó sjúkdómurinn hafi læknast. Við höfum ítrekað séð hversu mikilvægt það er fyrir einstaklinga að geta leitað til okkar, til að fá stuðning og styrk í slíkum aðstæðum bæði félagslega og fjárhaglega. Þess vegna skiptir miklu máli að við eflum starfsemi okkar og hvetjum þá sem næstir okkur eru til að ganga í félagið til að efla það.

Það að vera félagsmaður í góðgerðarfélagi eins og Krabbavörn gefur okkur trú á samfélagið, trú á að við getum hjálpað þeim sem eiga um sárt að binda.

Krabbavörn í Vestmannaeyjum er gott og öflugt félag að leita til og erum við stolt af því.

Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir

 


Var efnið hjálplegt?