Starfsreglur

Starfsreglur Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Íslands

Orðspor

Ávallt skal leitast við að viðhalda góðu orðspori i allri starfsemi.

Nákvæmni

Alla vinnu skal framkvæma með ýtrustu námkvæmi og vinnusemi viðhöfð.

Í fararbroddi

Krabbameinsskráin  fylgist með nýjungum í faraldsfræði og skráningu krabbameina. Stefnt skal að vinnubrögðum sem eru í hæsta gæðaflokki á öllum sviðum.

Dreifing upplýsinga

 Öll dreifing upplýsinga frá Krabbameinsskránni skal vera vönduð, nákvæm, skýr og háð tilskildum leyfum. Framkvæmdastjóri eða  yfirlæknir skulu yfirfara allar upplýsingar sem sendar eru frá skránni, hvort heldur efnið er sett á heimasíðu Krabbameinsskrár, afhent fjölmiðlum, heilbrigðisstarfsmönnum eða einstaklingum. Haldið skal utan um upplýsingagjöf í sérstakri möppu.

Tilkynning um útselda vinnu

Tilkynna skal í lok mánaðar um alla tíma v. útseldrar vinnu til framkvæmdastjóra skrárinnar, sem aftur sendir upplýsingarnar til fjármálastjóra KÍ.

Tilkynning frávika 

Öll frávik sem upp koma skulu skráð á þar til gerð blöð, frávikablöð, þar sem fram koma upplýsingar um vandamál.  Blöðin skulu afhent gagnagrunnsstjóra eða varagagnagrunnsstjóra.

Samskiptamiðlar

Persónuleg notkun síma, tölvupósts og internets skal vera í lágmarki.  Aðgát skal höfð við notkun þessara miðla og ekki skal nota þessa miðla við afhendingu viðkvæmra persónugreinanlegra gagna.

Fjarvistir

Starfsmenn skulu ávallt tilkynna framkvæmdarstjóra um fjarvistir.

Matur – kaffi

Matartími er 30 mínútur og kaffitímar 20 og 15 mínútur m.v. 100% starfshlutfall, nema að um annað sé sérstaklega samið.

Húsnæði yfirgefið

Vinnustöðvum skal loka með “lock workstation” við styttri fjarveru en með “Logg off” eða “shut down” við lengri fjarveru. Starfsmenn bera ábyrgð á því að gluggar vinnuherbergja séu lokaðir og ljós slökkt við brottför.  Loka skal herbergjum og læsa ef við á.

Persónugreinanleg gögn

Þau skulu ávallt varðveitt í eldtraustri geymslu.  Þó er heimilt að skilja þau eftir stutta stund í læstu vinnuherbergi.

Aðgangsorð – aðgangskort

Starfsmenn bera ábyrgð á aðgangsorði og aðgangskorti og skulu að öllu jöfnu ekki lána það öðrum. Sá sem afhendir gestakort ber ábyrgð á því að kvittað sé fyrir og kortinu sé skilað samdægurs nema um annað sé samið.

Öryggishandbók og reglur

Starfsmenn skulu kynna sér öryggishandbók og reglur Krabbameinsskrár og fylgja ákvæðum þeirra.

Viðurlög

Þeir sem ógna öryggi Krabbameinsskrár að ásettu ráði eiga yfir sér málshöfðun eða aðrar viðeigandi lagalegar aðgerðir.


Var efnið hjálplegt? Nei