Beint í efni

Skap­andi og skemmti­leg­ur jóla­leik­ur. Lit­ríkt, jóla­legt og hollt á borð­ið þitt

Krabba­meins­fé­lagið í sam­starfi við Ban­ana og Hag­kaup standa að stórskemmti­leg­um jóla­leik.

Til­gang­ur og mark­miðið með leikn­um er að hvetja fólk til að passa upp á að hollustan gleymist ekki í jólaamstrinu innan um allar freistingarnar. Jóla­leik­ur­inn snýst um að út­búa jóla­leg­an og frum­leg­an veislu­bakka þar sem græn­meti og/​eða ávext­ir eru í for­grunni. Veglegir vinningar í boði. Skráðu þig til leiks á jol@krabb.is fyrir miðnætti  fimmtudaginn 12. desember.