Skapandi og skemmtilegur jólaleikur. Litríkt, jólalegt og hollt á borðið þitt
Krabbameinsfélagið í samstarfi við Banana og Hagkaup standa að stórskemmtilegum jólaleik.
Tilgangur og markmiðið með leiknum er að hvetja fólk til að passa upp á að hollustan gleymist ekki í jólaamstrinu innan um allar freistingarnar. Jólaleikurinn snýst um að útbúa jólalegan og frumlegan veislubakka þar sem grænmeti og/eða ávextir eru í forgrunni. Veglegir vinningar í boði. Skráðu þig til leiks á jol@krabb.is fyrir miðnætti fimmtudaginn 12. desember.