• Mynd: wikipedia.org

NORDCAN

Tilgangur NORDCAN er að birta tölfræðilegar upplýsingar um nýgengi, dánartíðni, algengi og lifun fyrir 50 tegundir krabbameina, þær helstu á Norðurlöndunum fimm. 

Samtök norrænna krabbameinsskráa (Association of Nordic Cancer Registries - ANCR) hafa starfað í 40 ár að samræmingu skráningar og sameiginlegum rannsóknum. 

NORDCAN nefnist nýlegur gagnagrunnur á vegum samtakanna með aðgengilegum upplýsingum um krabbamein frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. 

Hægt er að skoða gögnin á vefsíðu NORDCAN

Nánari upplýsingar er ennfremur að finna á vef Krabbameinsskrá .